Erlent

46 látnir í sprengingu í Sambíu

Að minnsta kosti 46 létust í sprengingu sem varð í sprengjuverksmiðju í Sambíu í dag. Að sögn ráðherra í ríkisstjórn landsins liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunni. Hann segir flesta hinna látnu hafa látist af brunasárum á meðan aðrir hafi augljóslega verið mjög nærri þeim stað sem sprengingin varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×