Erlent

Ódýrara að nauðga útlendingum

Dómstól í Osló liggur undir ámæli fyrir að mismuna fórnarlömbum nauðgara eftir þjóðerni. Dómstóllinn dæmdi 36 ára gamlan marokkóskan innflytjanda í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum konum og áreita tvær aðrar. Ein kvennanna er norsk en henni var nauðgað á heimili sínu. Hinar eru vændiskonur frá Eystrasaltslöndunum. Norsku konunni voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í skaðabætur en hinar konurnar fengu mun lægri upphæð. "Ég skil ekki af hverju dómarinn telur að það eigi að vera ódýrara að nauðga útlendingum," sagði litháísk talskona innflytjenda í samtali við Aftenposten.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×