Erlent

Tonn af kókaíni í fisksendingu

Lögregluyfirvöld í Perú lögðu á föstudaginn hald á meira en eitt tonn af kókaíni sem komið hafði verið fyrir í sendingu af sjávarafurðum sem áttu að fara til Bandaríkjanna. Tíu manns voru handteknir vegna málsins, þeirra á meðal eigandi verksmiðjunnar sem stóð fyrir sendingunni. Kókaínsmygl hefur færst mjög í vöxt í Perú á þessu ári eftir að hafa dalað nokkur ár þar á undan. Alls hefur fíkniefnalögregla í landinu lagt hald á meira en fimm tonn af kókaíni á þessu ári einu saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×