Fleiri fréttir Fá takmarkaðan kosningarétt Kúveiska þingið samþykkti í dag að veita konum kosningarétt og kjörgengi í sveitarstjórnarkosningum. Konur mega enn ekki kjósa eða bjóða sig fram í þingkosningum en búið er að leggja fram frumvarp þess efnis á þinginu, sem skipað er 50 karlmönnum. Slíkt frumvarp hefur verið lagt fram áður en verið fellt. 19.4.2005 00:01 Takast ekki í hendur vegna veiru Íbúar Uige, angólsku borgarinnar þar sem Marburgarveiran hefur geisað harðast, eru farnir að hneigja sig og nikka fremur en að takast í hendur til að reyna að forðast smit. Veiran er bráðsmitandi og smitast með líkamsvessum eins og svita, blóði og munnvatni. Flestir sem smitast deyja á rúmri viku. 19.4.2005 00:01 Mikill mannfjöldi á Péturstorginu Um 40 þúsund manns hafa safnast saman á Péturstorginu til að fylgjast með páfastrompnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu. Reykurinn hefur fram að þessu verið svartur en búist er við tveimur atkvæðagreiðslum til viðbótar í dag að því gefnu að sú næsta skeri ekki úr um hver verði næsti páfi. 19.4.2005 00:01 Inflúensusýna enn leitað Enn er ekki búið að finna öll sýnin af banvænni inflúensuveiru, sem send voru um víða veröld í síðustu viku. Yfirvöld í Líbanon, Mexíkó og Suður-Kóreu leita sýnanna enn en gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana til að finna þau. 19.4.2005 00:01 Nýr páfi hefur verið valinn Búið er að velja nýjan páfa. Hvítan reyk lagði upp úr reykháfnum á Sixtínsku kapellunni fyrir nokkrum mínútum og þá hringdu kirkjuklukkur rétt í þessu. Það verður því tilkynnt á næstu mínútum hver tekur við að Jóhannesi Páli páfa öðrum. 19.4.2005 00:01 17 föngum sleppt á Guantanamo Bandaríski herinn hefur sleppt 17 Afgönum úr fangabúðunum á Guantanamo-flóa, en þeir hafa sumir verið þar í haldi í á fjórða ár, eða frá því að talabanastjórninni var komið frá völdum í Afganistan. Þeir hafa sendir til síns heima þar sem afgönsk stjórnvöld taka við þeim og verður þeim í kjölfarið leyft að snúa til síns heima. 19.4.2005 00:01 Joseph Ratzinger kjörinn páfi Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. 19.4.2005 00:01 Grikkir samþykkja stjórnarskrá ESB Grikkland varð í dag fimmta landið innan Evrópusambandsins til að samþykkja stjórnarskrá sambandsins, en það var gert á gríska þinginu. Bæði íhaldsmenn sem fara með völd í landinu og sósíalistar í stjórnarandstöðunni studdu stjórnarskrána. 268 þingmenn sögðu já, 17 höfnuðu stjórnarsamningnum og 15 sátu hjá. 19.4.2005 00:01 Var yfirmaður rannsóknarréttar Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. 19.4.2005 00:01 Ratzinger verður Benedikt XVI Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. 19.4.2005 00:01 Ísland sem bjargvættur ESB? Gætu Íslendingar séð Evrópusambandinu fyrir neyðarleið út úr þeirri kreppu sem upp kæmi ef Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu? Að þessu spyr leiðarahöfundur Financial Times í gær. 19.4.2005 00:01 Benedikt XVI er nýr páfi Joseph Ratzinger var í gær kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt, sem merkir hinn blessaði. Flestir virðast telja að nýi páfinn muni fylgja stefnu forvera síns. 19.4.2005 00:01 Deilan magnast Deila Japana og Kínverja harðnar enn. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, reyndi að miðla málum í gær en án árangurs. 19.4.2005 00:01 Páfi valinn á mettíma Það var laust fyrir klukkan fjögur að íslenskum tíma sem hvíti reykurinn streymdi upp úr skorsteini Sixtínsku kapellunnar. 19.4.2005 00:01 Játar hótelbruna 31 árs gömul kona hefur viðurkennt að hún gæti hafa í ógáti kveikt í hótel Paris Opera sem brann til kaldra kola aðfaranótt föstudagsins. 19.4.2005 00:01 640 ára í fangelsi Adolfo Scilingo, fyrrverandi herforingi í argentínska hernum, var í gær dæmdur af spænskum undirrétti í 640 ára fangelsi fyrir þátttöku sína í gagnaðgerðum herforingjastjórnarinnar gegn meintum vinstrimönnum á árunum 1976-83. 19.4.2005 00:01 Rice í Rússlandi Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, dvaldi í Moskvu í gær þar sem hún ræddi við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um lýðræðisþróun í landinu. 19.4.2005 00:01 Íhaldssamur maður kenningarinnar Joseph Ratzinger, sem kjörinn var páfi í gær, fæddist í smábænum Markl am Inn syðst í Bæjaralandi þann 16. apríl 1927. Fjórtán ára gamall var hann skráður gegn vilja sínum í Hitlersæskuna, sem nasistar skylduðu alla þýska drengi til, en var fljótlega sleppt úr henni þar sem hann var þá þegar kominn á þá braut að læra til prests. 19.4.2005 00:01 Afsögn Berlusconi? Ítalska stjórnin virðist vera að falla. Silvio Berlusconi forsætisráðherra fundar með Carlo Azeglio Ciampi forseta í dag og tilkynnir þar hvort hann telji stjórn sína enn hafa meirihluta á þingi eða hvort hann hyggist segja af sér. 18.4.2005 00:01 30 þúsund á svörtum lista Meira en þrjátíu þúsund manns mega ekki stíga upp í flugvélar sem lenda á bandarískri grundu. Þetta eru einstaklingar sem eru á lista bandarískra stjórnvalda yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. 18.4.2005 00:01 115 milljónir skortir menntun Eitt hundrað og fimmtán miljónir barna á grunnskólaaldri um allan heim njóta ekki menntunar. Stærstur hluti þessara barna er stúlkur og því hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sett sér það markmið að árið 2015 verði hlutfall kynjanna orðið jafnt í menntun grunnskólabarna. 18.4.2005 00:01 Forskot Verkamannaflokksins eykst Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur forskot sitt lítillega í nýrri skoðanakönnun. Hann mælist með 41% fylgi, Íhaldsflokkurinn 33% og Frjálslyndir demókratar 20%. Gengið verður til kosninga 5. maí. 18.4.2005 00:01 Norskt skemmiferðaskip í brotsjó Norskt skemmtiferðaskip skemmdist töluvert þegar meira en tuttugu metra hár brotsjór skall á því á laugardaginn. Fjórir farþegar ferjunnar, sem var á leið til New York, slösuðust í óhappinu og sjór flæddi inn í meira en sextíu klefa. Þá mölbrotnuðu fjölmargir gluggar í ferjunni þegar aldan skall á henni. 18.4.2005 00:01 Landamæri Kasmír-héraðs opnuð Stjórnvöld á Indlandi og í Pakistan hafa sammælst um að vinna að því að opna landamærin við Kasmír-hérað þar sem mikill órói hefur ríkt. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagði í morgun að stefnt væri að því að auka samgöngur og viðskiptatengsl yfir landamærin. 18.4.2005 00:01 Fyrsta umferð páfakjörs í kvöld? Kardínálarnir eitt hundrað og fimmtán, sem kjósa nýjan páfa, loka sig inni í Sixtínsku kapellunni laust fyrir klukkan þrjú í dag og hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu. Hugsanlegt er að fyrsta umferð atkvæðagreiðslunnar fari svo fram strax í kvöld. 18.4.2005 00:01 Sænska prinsessan í lífsháska Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, lenti í miklum lífsháska í heimsókn sinni til Srí Lanka um helgina. Prinsessan var að heimsækja þau svæði í landinu sem urðu illa úti í flóðbylgjunni annan í jólum. 18.4.2005 00:01 Vill ekki dauðadóm yfir Saddam Hinn nýi forseti Íraks, Jalal Talabani, sagði í útvarpsviðtali í dag að hann myndi neita að undirrita dauðadóm yfir Saddam Hussein, ef hann yrði fundinn sekur um stríðsglæpi. 18.4.2005 00:01 Leynileg útvarpsstöð talíbana Skæruliðar talíbana í Afganistan hafa hafið útvarpssendingar um leynilega útvarpsstöð. Yfirmaður bandarískra hersveita í landinu segir að talíbanar séu ennþá hættulegir. 18.4.2005 00:01 2500 hermenn farnir frá Líbanon 2500 sýrlenskir hermenn hafa verið fluttir frá austurhluta Líbanons undanfarna daga og eru þá aðeins um 1500 hermenn eftir í landinu. Þeir eiga að vera farnir fyrir næstu mánaðamót samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 18.4.2005 00:01 Helmingur karlmanna ákærður Sjö menn, eða helmingur allra fullorðinna karlmanna á Pitcairn-eyju, hafa verið ákærðir fyrir kynferðisglæpi sem sumir áttu sér stað fyrir áratugum. Pitcairn-eyja var numin af uppreisnarmönnum á hinu sögufræga skipi MS-Bounty árið 1789. 18.4.2005 00:01 Ítalska stjórnin heldur velli Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur tekist að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar. Hann hafði sagt að ef Flokkur kristilegra demókrata, sem sagði sig úr ríkisstjórninni fyrir skemmstu, kæmi ekki aftur þá myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga. 18.4.2005 00:01 Kardínálarnir loka sig af Kardínálarnir 115 sem fá að kjósa nýjan páfa hafa nú lokað sig inni í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu. Þúsundir manna bíða á Péturstorginu til að sjá reykinn liðast upp eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna sem gæti allt eins orðið í kvöld. 18.4.2005 00:01 Eyjaskeggjar flýja vegna eldgoss Öskugos er nú í gangi í Karthalafjalli á Comoros-eyjum í Indlandshafi. Flestir þeirra tíu þúsund íbúa sem búa á suðurhluta stærstu eyjunnar, þar sem eldfjallið er, hafa flúið. 17 manns létust fyrir um hundrað árum þegar fjallið spjó eiturgufum yfir byggð. 18.4.2005 00:01 Náði bílprófinu í 272. tilraun Suður-Kóreubúinn Seo Sang-moon hafði ástæðu til að fagna á dögunum þegar hann náði skriflegum hluta bílprófs í 272. tilraun. Sang-moon er ólæs, sem útskýrir ef til vill hvers vegna þetta tók hann svona langan tíma, en hann er að verða sjötugur. 18.4.2005 00:01 Persson skóflar í sig osti Göran Persson, leiðtogi sænska Verkamannaflokksins, segist skófla í sig osti þegar hann er stressaður. Hann viðurkennir að borða mikinn ost þessa dagana því skoðanakannanir sýna að fylgi flokksins dalar stöðugt. 18.4.2005 00:01 Borgarstjórinn í hegningarvinnu John Chikakwiya, borgarstjórinn í Blantyre, höfuðborg Malaví, var í dag dæmdur til þriggja ára hegningarvinnu fyrir að hafa stolið 4.000 dollurum, jafnvirði um 250.000 króna, úr sjóði sem ætlaður var í vegabætur. Mikil herferð gegn spillingu er nú í gangi í Malaví. 18.4.2005 00:01 Bann á efedríni ógilt Dómstóll í Utah í Bandaríkjunum hefur ógilt bann við sölu á fæðubótarefnum sem innihalda efedrín sem verið hefur í gildi í nokkur ár. Bannið var sett á eftir að sýnt þótti að fjöldi fólks hefði látist eftir að hafa tekið inn of stóra skammta af ripped-fuel og fleiri vörum sem innihalda efedrín. 18.4.2005 00:01 Dregur úr styrk Evrópu Ef Evrópubúar hafna nýrri stjórnarskrá mun það draga úr styrk Evrópu í alþjóðasamskiptum og gleðja bandaríska íhaldsmenn ósegjanlega, að mati Javiers Solana, yfirmanns utanríkismála hjá Evrópusambandinu. 18.4.2005 00:01 Engin sátt milli Kína og Japans Ásakanir gengu í gær áfram á víxl milli Peking og Tókýó vegna and-japanskrar múgæsingar í Kína og þess sem Kínverjar álíta vera tregðu Japana til að fara "rétt" með sögu japanska hernámsins í Kína á dögum síðari heimsstyrjaldar. 18.4.2005 00:01 Óttast að veiran verði að faraldri Alþjóða heilbrigðisstarfsmenn í Angóla hafa áhyggjur af því að hin stórhættulega Marburgar-veira geti magnast upp í faraldur. Angólsk yfirvöld hafa sagt að þau hafi fulla stjórn á málum. 235 hafa þegar látist af völdum veirunnar og 22 til viðbótar eru sýktir. 18.4.2005 00:01 Hvíta reyksins beðið Kjörfundur hófst í Páfagarði í gær en kardinálunum tókst ekki að komast að samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð. Í predikun fyrir kjörfundinn lýsti Ratzinger kardináli afstæðishyggju sem einni helstu ógn nútímans. 18.4.2005 00:01 Reykur upp úr strompinum Þær fréttir voru að berast frá Róm að svartur reykur hefði stigið upp um strompinn á Sixtínsku kapellunni. Það þýðir að þegar hefur verið gengið til einnar atkvæðagreiðslu um nýjan páfa en enginn hefur fengið tilskilinn meirihluta. 18.4.2005 00:01 Ibarretxe í klemmu Flokki hófsamra baskneskra þjóðernissinna mistókst að ná meirihluta á löggjafarsamkomu Baskalands í kosningum sem haldnar voru þar á sunnudag. 18.4.2005 00:01 Eldgos á Kómoreyjum Þúsundir manna urðu að flýja heimili sín á Kómoreyjum í gær eftir að eldfjallið Karthala byrjaði að gjósa. Ekki er þó talið að nokkur sé í bráðri hættu. 18.4.2005 00:01 Sérkennileg uppákoma Svo virðist sem gíslatakan í smábænum Madain í Írak hafi verið orðum ofaukin. Íraskar öryggissveitir réðust inn í bæinn í gærmorgun en mættu engri mótspyrnu og fundu enga gísla. Í staðinn hittu þeir fyrir íbúa bæjarins sem inntu sín daglegu störf af hendi í friði og spekt. 18.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fá takmarkaðan kosningarétt Kúveiska þingið samþykkti í dag að veita konum kosningarétt og kjörgengi í sveitarstjórnarkosningum. Konur mega enn ekki kjósa eða bjóða sig fram í þingkosningum en búið er að leggja fram frumvarp þess efnis á þinginu, sem skipað er 50 karlmönnum. Slíkt frumvarp hefur verið lagt fram áður en verið fellt. 19.4.2005 00:01
Takast ekki í hendur vegna veiru Íbúar Uige, angólsku borgarinnar þar sem Marburgarveiran hefur geisað harðast, eru farnir að hneigja sig og nikka fremur en að takast í hendur til að reyna að forðast smit. Veiran er bráðsmitandi og smitast með líkamsvessum eins og svita, blóði og munnvatni. Flestir sem smitast deyja á rúmri viku. 19.4.2005 00:01
Mikill mannfjöldi á Péturstorginu Um 40 þúsund manns hafa safnast saman á Péturstorginu til að fylgjast með páfastrompnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu. Reykurinn hefur fram að þessu verið svartur en búist er við tveimur atkvæðagreiðslum til viðbótar í dag að því gefnu að sú næsta skeri ekki úr um hver verði næsti páfi. 19.4.2005 00:01
Inflúensusýna enn leitað Enn er ekki búið að finna öll sýnin af banvænni inflúensuveiru, sem send voru um víða veröld í síðustu viku. Yfirvöld í Líbanon, Mexíkó og Suður-Kóreu leita sýnanna enn en gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana til að finna þau. 19.4.2005 00:01
Nýr páfi hefur verið valinn Búið er að velja nýjan páfa. Hvítan reyk lagði upp úr reykháfnum á Sixtínsku kapellunni fyrir nokkrum mínútum og þá hringdu kirkjuklukkur rétt í þessu. Það verður því tilkynnt á næstu mínútum hver tekur við að Jóhannesi Páli páfa öðrum. 19.4.2005 00:01
17 föngum sleppt á Guantanamo Bandaríski herinn hefur sleppt 17 Afgönum úr fangabúðunum á Guantanamo-flóa, en þeir hafa sumir verið þar í haldi í á fjórða ár, eða frá því að talabanastjórninni var komið frá völdum í Afganistan. Þeir hafa sendir til síns heima þar sem afgönsk stjórnvöld taka við þeim og verður þeim í kjölfarið leyft að snúa til síns heima. 19.4.2005 00:01
Joseph Ratzinger kjörinn páfi Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. 19.4.2005 00:01
Grikkir samþykkja stjórnarskrá ESB Grikkland varð í dag fimmta landið innan Evrópusambandsins til að samþykkja stjórnarskrá sambandsins, en það var gert á gríska þinginu. Bæði íhaldsmenn sem fara með völd í landinu og sósíalistar í stjórnarandstöðunni studdu stjórnarskrána. 268 þingmenn sögðu já, 17 höfnuðu stjórnarsamningnum og 15 sátu hjá. 19.4.2005 00:01
Var yfirmaður rannsóknarréttar Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. 19.4.2005 00:01
Ratzinger verður Benedikt XVI Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. 19.4.2005 00:01
Ísland sem bjargvættur ESB? Gætu Íslendingar séð Evrópusambandinu fyrir neyðarleið út úr þeirri kreppu sem upp kæmi ef Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu? Að þessu spyr leiðarahöfundur Financial Times í gær. 19.4.2005 00:01
Benedikt XVI er nýr páfi Joseph Ratzinger var í gær kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt, sem merkir hinn blessaði. Flestir virðast telja að nýi páfinn muni fylgja stefnu forvera síns. 19.4.2005 00:01
Deilan magnast Deila Japana og Kínverja harðnar enn. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, reyndi að miðla málum í gær en án árangurs. 19.4.2005 00:01
Páfi valinn á mettíma Það var laust fyrir klukkan fjögur að íslenskum tíma sem hvíti reykurinn streymdi upp úr skorsteini Sixtínsku kapellunnar. 19.4.2005 00:01
Játar hótelbruna 31 árs gömul kona hefur viðurkennt að hún gæti hafa í ógáti kveikt í hótel Paris Opera sem brann til kaldra kola aðfaranótt föstudagsins. 19.4.2005 00:01
640 ára í fangelsi Adolfo Scilingo, fyrrverandi herforingi í argentínska hernum, var í gær dæmdur af spænskum undirrétti í 640 ára fangelsi fyrir þátttöku sína í gagnaðgerðum herforingjastjórnarinnar gegn meintum vinstrimönnum á árunum 1976-83. 19.4.2005 00:01
Rice í Rússlandi Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, dvaldi í Moskvu í gær þar sem hún ræddi við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um lýðræðisþróun í landinu. 19.4.2005 00:01
Íhaldssamur maður kenningarinnar Joseph Ratzinger, sem kjörinn var páfi í gær, fæddist í smábænum Markl am Inn syðst í Bæjaralandi þann 16. apríl 1927. Fjórtán ára gamall var hann skráður gegn vilja sínum í Hitlersæskuna, sem nasistar skylduðu alla þýska drengi til, en var fljótlega sleppt úr henni þar sem hann var þá þegar kominn á þá braut að læra til prests. 19.4.2005 00:01
Afsögn Berlusconi? Ítalska stjórnin virðist vera að falla. Silvio Berlusconi forsætisráðherra fundar með Carlo Azeglio Ciampi forseta í dag og tilkynnir þar hvort hann telji stjórn sína enn hafa meirihluta á þingi eða hvort hann hyggist segja af sér. 18.4.2005 00:01
30 þúsund á svörtum lista Meira en þrjátíu þúsund manns mega ekki stíga upp í flugvélar sem lenda á bandarískri grundu. Þetta eru einstaklingar sem eru á lista bandarískra stjórnvalda yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. 18.4.2005 00:01
115 milljónir skortir menntun Eitt hundrað og fimmtán miljónir barna á grunnskólaaldri um allan heim njóta ekki menntunar. Stærstur hluti þessara barna er stúlkur og því hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sett sér það markmið að árið 2015 verði hlutfall kynjanna orðið jafnt í menntun grunnskólabarna. 18.4.2005 00:01
Forskot Verkamannaflokksins eykst Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur forskot sitt lítillega í nýrri skoðanakönnun. Hann mælist með 41% fylgi, Íhaldsflokkurinn 33% og Frjálslyndir demókratar 20%. Gengið verður til kosninga 5. maí. 18.4.2005 00:01
Norskt skemmiferðaskip í brotsjó Norskt skemmtiferðaskip skemmdist töluvert þegar meira en tuttugu metra hár brotsjór skall á því á laugardaginn. Fjórir farþegar ferjunnar, sem var á leið til New York, slösuðust í óhappinu og sjór flæddi inn í meira en sextíu klefa. Þá mölbrotnuðu fjölmargir gluggar í ferjunni þegar aldan skall á henni. 18.4.2005 00:01
Landamæri Kasmír-héraðs opnuð Stjórnvöld á Indlandi og í Pakistan hafa sammælst um að vinna að því að opna landamærin við Kasmír-hérað þar sem mikill órói hefur ríkt. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sagði í morgun að stefnt væri að því að auka samgöngur og viðskiptatengsl yfir landamærin. 18.4.2005 00:01
Fyrsta umferð páfakjörs í kvöld? Kardínálarnir eitt hundrað og fimmtán, sem kjósa nýjan páfa, loka sig inni í Sixtínsku kapellunni laust fyrir klukkan þrjú í dag og hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu. Hugsanlegt er að fyrsta umferð atkvæðagreiðslunnar fari svo fram strax í kvöld. 18.4.2005 00:01
Sænska prinsessan í lífsháska Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, lenti í miklum lífsháska í heimsókn sinni til Srí Lanka um helgina. Prinsessan var að heimsækja þau svæði í landinu sem urðu illa úti í flóðbylgjunni annan í jólum. 18.4.2005 00:01
Vill ekki dauðadóm yfir Saddam Hinn nýi forseti Íraks, Jalal Talabani, sagði í útvarpsviðtali í dag að hann myndi neita að undirrita dauðadóm yfir Saddam Hussein, ef hann yrði fundinn sekur um stríðsglæpi. 18.4.2005 00:01
Leynileg útvarpsstöð talíbana Skæruliðar talíbana í Afganistan hafa hafið útvarpssendingar um leynilega útvarpsstöð. Yfirmaður bandarískra hersveita í landinu segir að talíbanar séu ennþá hættulegir. 18.4.2005 00:01
2500 hermenn farnir frá Líbanon 2500 sýrlenskir hermenn hafa verið fluttir frá austurhluta Líbanons undanfarna daga og eru þá aðeins um 1500 hermenn eftir í landinu. Þeir eiga að vera farnir fyrir næstu mánaðamót samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 18.4.2005 00:01
Helmingur karlmanna ákærður Sjö menn, eða helmingur allra fullorðinna karlmanna á Pitcairn-eyju, hafa verið ákærðir fyrir kynferðisglæpi sem sumir áttu sér stað fyrir áratugum. Pitcairn-eyja var numin af uppreisnarmönnum á hinu sögufræga skipi MS-Bounty árið 1789. 18.4.2005 00:01
Ítalska stjórnin heldur velli Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur tekist að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar. Hann hafði sagt að ef Flokkur kristilegra demókrata, sem sagði sig úr ríkisstjórninni fyrir skemmstu, kæmi ekki aftur þá myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga. 18.4.2005 00:01
Kardínálarnir loka sig af Kardínálarnir 115 sem fá að kjósa nýjan páfa hafa nú lokað sig inni í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu. Þúsundir manna bíða á Péturstorginu til að sjá reykinn liðast upp eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna sem gæti allt eins orðið í kvöld. 18.4.2005 00:01
Eyjaskeggjar flýja vegna eldgoss Öskugos er nú í gangi í Karthalafjalli á Comoros-eyjum í Indlandshafi. Flestir þeirra tíu þúsund íbúa sem búa á suðurhluta stærstu eyjunnar, þar sem eldfjallið er, hafa flúið. 17 manns létust fyrir um hundrað árum þegar fjallið spjó eiturgufum yfir byggð. 18.4.2005 00:01
Náði bílprófinu í 272. tilraun Suður-Kóreubúinn Seo Sang-moon hafði ástæðu til að fagna á dögunum þegar hann náði skriflegum hluta bílprófs í 272. tilraun. Sang-moon er ólæs, sem útskýrir ef til vill hvers vegna þetta tók hann svona langan tíma, en hann er að verða sjötugur. 18.4.2005 00:01
Persson skóflar í sig osti Göran Persson, leiðtogi sænska Verkamannaflokksins, segist skófla í sig osti þegar hann er stressaður. Hann viðurkennir að borða mikinn ost þessa dagana því skoðanakannanir sýna að fylgi flokksins dalar stöðugt. 18.4.2005 00:01
Borgarstjórinn í hegningarvinnu John Chikakwiya, borgarstjórinn í Blantyre, höfuðborg Malaví, var í dag dæmdur til þriggja ára hegningarvinnu fyrir að hafa stolið 4.000 dollurum, jafnvirði um 250.000 króna, úr sjóði sem ætlaður var í vegabætur. Mikil herferð gegn spillingu er nú í gangi í Malaví. 18.4.2005 00:01
Bann á efedríni ógilt Dómstóll í Utah í Bandaríkjunum hefur ógilt bann við sölu á fæðubótarefnum sem innihalda efedrín sem verið hefur í gildi í nokkur ár. Bannið var sett á eftir að sýnt þótti að fjöldi fólks hefði látist eftir að hafa tekið inn of stóra skammta af ripped-fuel og fleiri vörum sem innihalda efedrín. 18.4.2005 00:01
Dregur úr styrk Evrópu Ef Evrópubúar hafna nýrri stjórnarskrá mun það draga úr styrk Evrópu í alþjóðasamskiptum og gleðja bandaríska íhaldsmenn ósegjanlega, að mati Javiers Solana, yfirmanns utanríkismála hjá Evrópusambandinu. 18.4.2005 00:01
Engin sátt milli Kína og Japans Ásakanir gengu í gær áfram á víxl milli Peking og Tókýó vegna and-japanskrar múgæsingar í Kína og þess sem Kínverjar álíta vera tregðu Japana til að fara "rétt" með sögu japanska hernámsins í Kína á dögum síðari heimsstyrjaldar. 18.4.2005 00:01
Óttast að veiran verði að faraldri Alþjóða heilbrigðisstarfsmenn í Angóla hafa áhyggjur af því að hin stórhættulega Marburgar-veira geti magnast upp í faraldur. Angólsk yfirvöld hafa sagt að þau hafi fulla stjórn á málum. 235 hafa þegar látist af völdum veirunnar og 22 til viðbótar eru sýktir. 18.4.2005 00:01
Hvíta reyksins beðið Kjörfundur hófst í Páfagarði í gær en kardinálunum tókst ekki að komast að samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð. Í predikun fyrir kjörfundinn lýsti Ratzinger kardináli afstæðishyggju sem einni helstu ógn nútímans. 18.4.2005 00:01
Reykur upp úr strompinum Þær fréttir voru að berast frá Róm að svartur reykur hefði stigið upp um strompinn á Sixtínsku kapellunni. Það þýðir að þegar hefur verið gengið til einnar atkvæðagreiðslu um nýjan páfa en enginn hefur fengið tilskilinn meirihluta. 18.4.2005 00:01
Ibarretxe í klemmu Flokki hófsamra baskneskra þjóðernissinna mistókst að ná meirihluta á löggjafarsamkomu Baskalands í kosningum sem haldnar voru þar á sunnudag. 18.4.2005 00:01
Eldgos á Kómoreyjum Þúsundir manna urðu að flýja heimili sín á Kómoreyjum í gær eftir að eldfjallið Karthala byrjaði að gjósa. Ekki er þó talið að nokkur sé í bráðri hættu. 18.4.2005 00:01
Sérkennileg uppákoma Svo virðist sem gíslatakan í smábænum Madain í Írak hafi verið orðum ofaukin. Íraskar öryggissveitir réðust inn í bæinn í gærmorgun en mættu engri mótspyrnu og fundu enga gísla. Í staðinn hittu þeir fyrir íbúa bæjarins sem inntu sín daglegu störf af hendi í friði og spekt. 18.4.2005 00:01