Erlent

Sjálfboðaliðar tilbúnir til árása

Ríflega 440 írönsk ungmenni hafa boðið sig fram til að fremja sjálfsmorðssprengjuárásir gegn Bandaríkjamönnum í Írak og Ísraelum í heimalandi þeirra. Stærstur hluti sjálfboðaliðanna er konur, að því er fram kemur á fréttavefnum SF Gate. Fyrir ráðningu ungmennanna standa íslömsk öfgasamtök sem eru lítt þekkt utan Írans en tengjast engu að síður háttsettum mönnum í ríkisstjórn landsins. Til dæmis mættu tveir nánir samstarfsmenn Khameinis erkiklerks til samkomunnar þar sem greint var frá ráðningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×