Erlent

Skotbardagi í Kristjaníu

Einn maður lést og þrír særðust í skotbardaga á Pusher Street í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Mikil skelfing greip um sig í fríríkinu í kjölfarið. Enn er óljóst hver tildrög bardagans voru en að sögn Berlingske Tidende virðist sem hópur manna hafi skipst á skotum með vélbyssum með fyrrgreindum afleiðingum. Byssumennirnir þustu svo út úr Kristjaníu, ógnuðu vegfaranda með byssu og stálu bifreið hans. Lögregla leitar nú fjögurra innflytjenda á dökkum bíl en þeir eru grunaðir um aðild að málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×