Erlent

Norsk börn stríða við offitu

Um tuttugu af hundraði norskra barna eiga við offitu að stríða og hefur meðalþyngd þeirra aukist mjög á síðari árum. Þetta sýna nýjar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Björgvin. Samkvæmt þeim eru þyngstu börnin fimm til sjö kílóum þyngri í dag en þau voru á áttunda áratug síðustu aldar. Pétur B. Júlíusson yfirlæknir við barnadeild Háskólasjúkrahússins í Haugalandi segir í samtali við norska Aftenposten að heilsufari norskra barna sé veruleg hætta búin verði ekkert að gert til að stemma stigu við þessari þróun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×