Erlent

Norðmenn illir vegna bókar múslíma

Reiði hefur gripið um sig á meðal Norðmanna í garð innflytjenda og Miðstöð baráttunnar gegn kynþáttafordómum í Osló hefur gripið til þess ráðs að kæra óþekktan íslamskan innflytjanda fyrir kynþáttafordóma í garð Norðmanna. Tilefnið er útkoma bókar í Noregi sem pakistanska múslímasamfélagið í Noregi gefur út. Þar eru Norðmönnum ekki vandaðar kveðjurnar. Þeir eru kallaðir synir Satans og sagt að þeir viti ekki einu sinni hvort þeir eigi sjálfir börnin sín vegna gjálífis. Einnig er sagt að Norðmenn nái allt að hundrað ára aldri vegna þess að þeir hafi selt Satan sál sína með því að éta svínakjöt svo eitthvað sé nefnt úr bókinni. Grunur leikur á að íslamskur trúarleiðtogi sé höfundur bókarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×