Fleiri fréttir

Múrinn vekur ugg

Stærsta landnemabyggð Vesturbakkans mun falla innan aðskilnaðarmúrs Ísraelsmanna, Palestínumönnum til mikillar armæðu. Ariel Sharon forsætisráðherra lagði í gær blessun sína yfir endanlegar áætlanir um staðsetningu múrsins.

Metfjöldi í Beirút

Miðborg Beirút varð enn einu sinni vettvangur fjölmennra mótmæla í gær þegar allt að 800.000 manns söfnuðust þar saman undir kjörorðunum "frelsi, sjálfstæði, fullveldi".

Kynferðisofbeldi konum að kenna?

Konur sem klæðast flegnum toppum og stuttum pilsum geta sjálfum sér um kennt ef á þær er ráðist. Fjórði hver Dani er þessarar skoðunar.

Vorinu feykt á brott

Færeyingar hugðust fagna komu vorsins á laugardaginn var en þær áætlanir fóru hins vegar út um þúfur þegar versta stórhríð vetrarins gekk yfir eyjarnar.

Bannað að afla fjár

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins IRA, að afla fjár þar í landi. Ákvörðunin var tekin vegna grunsemda um þátttöku IRA í skipulagðri glæpastarfsemi.

Börn til sölu

Munaðarleysingjahæli í Nígeríu hefur verið lokað vegna grunsemda um að þar hafi farið fram sala á börnum.

Mál Fischers inn á Japansþing

Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð.

Skaut tveggja ára bróður sinn

Tveggja ára bandarískur drengur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að fjögurra ára bróðir hans skaut á hann úr byssu móður þeirra.

Hóta að beita Taívana hervaldi

Kínverska þjóðþingið samþykkti í gær lög sem heimila að hervaldi verði beitt reyni Taívanar að ganga lengra en orðið er í átt til formlegs sjálfstæðis. Kínverski forsetinn Hu Jintao skipaði Kínaher á sunnudag að vera undir átök búinn. Þessi valdbeitingarhótun kínverskra stjórnvalda í garð Taívana hefur kallað fram sterk viðbrögð víða um heim.

Öflugur jarðskjálfti í Íran

Öflugur jarðskjálfti skók suðausturhluta Írans í nótt en engar fregnir hafa borist af mannfalli. Skjálftinn mældist 5,9 á Richter og voru upptök hans skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans.

Drap sjö manns við kirkjuþjónustu

Sjö féllu þegar maður hóf skothríð á fólk sem var við kirkjuþjónustu á hóteli í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærdag. Byssumaðurinn svipti sig að lokum lífi.

Áhlaup á bækisstöð skæruliða

Öryggissveitir í Sádi-Arabíu skutu mann til bana þegar þær gerðu áhlaup á hús þar sem talið var að skæruliðar ættu sér bækisstöð í borginni Jedda í morgun. Karlmaður var handtekinn og kona skotin til bana en samkvæmt fréttaskeytum var hún nágranni úr næsta húsi.

Verktakar fórust í sprengingu

Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers.

Fellibylur stefnir á borgina

Íbúar í Darwin í Ástralíu hamstra nú mat og drykk í stórverslunum en von er á að fellibylurinn Ingrid stefni hraðbyri á borgina. Bylurinn hefur valdið usla eftir norðurströnd Ástralíu undanfarna viku og hefur vindhraðinn náð allt að 300 kílómetrum á klukkustund, eða ríflega 80 metrum á sekúndu.

Ekki fleiri stórfelldar árásir?

Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin.

Páfi aftur í Vatíkanið í kvöld

Jóhannes Páll páfi II birtist fyrir stundu þeim sem komnir voru saman utan við Gemelli-sjúkrahúsið í Róm. Nú skömmu fyrir hádegi greindu talsmenn Páfagarðs frá því að páfi myndi snúa aftur í Vatíkanið í kvöld.

Ísraelar skipuleggja árás á Íran

Ísraelsmenn hafa gengið frá leynilegum áætlunum um árásir á Íran, hætti Íranar ekki auðgun úrans og tryggi að ekki séu framleidd kjarnorkuvopn í landinu. Breska blaðið <em>Sunday Times</em> greinir frá þessu og segir að ríkisstjórn Ariels Sharons hafi samþykkt áætlunina á fundi í síðasta mánuði.

Þriðjungur hersins heim

Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf.

19 látnir eftir rútuslys

Að minnsta kosti 19 létust og 15 slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gljúfur á Norður-Indlandi í dag. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru sumir hinna slösuðu mjög illa haldnir og vart hugað líf. Rútuslys eru tíð á Indlandi og er hunsun umferðarlaga og kæruleysislegum akstri bílstjóra kennt þar um.

Sauðfé notað í eiturlyfjasmygl

Hugmyndaflugi eiturlyfjasmyglara virðist fá takmörk sett. Lögreglumenn í suðausturhluta Írans fundu í dag tæplega 40 kíló af ópíumi í maga sauðfénaðs sem kom gangandi yfir landamærin frá Afganistan, en um var að ræða örfáar kindur og geitur.

Fylgi Blairs meðal kvenna minnkar

Fylgi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á meðal kvenna hefur dalað mjög frá því hann tók við embættinu árið 1997. Blair hefur hingað til verið mjög vinsæll hjá kvenkyns kjósendum en í könnun á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna og leiðtoga þeirra sem birt var í dag sést minnkandi fylgi Blairs á meðal kvenþjóðarinnar svart á hvítu.

Páfi kominn heim

Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu.

Bandaríkjamenn heimila árásina

Árás á Íran er í bígerð í Ísrael. Verði stjórnvöld í Teheran ekki við kröfum um að auðgun úrans verði hætt eru Bandaríkjamenn fúsir að heimila árásina.

Annan hitti Sharon

Kofi Annan, formaður Sameinuðu þjóðanna, hitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, á fundi í gær en Annan er í sinni fyrstu opinberu heimsókn þangað í rúm fjögur ár.

Lykketoft hættur sem formaður

Mogens Lykketoft felldi tár og sendi samflokksfólki sínu fingurkoss þegar hann hætti formlega sem formaður danskra jafnaðarmanna við athöfn í gær.

Spjótin beinast að Kútsjma

Eftir stjórnarskiptin í Úkraínu fyrir skemmstu hefur rannsókn á nærri fimm ára gömlu morði á rannsóknarblaðamanni miðað vel áfram. Eftir sjálfsvíg fyrrverandi innanríkisráðherra beinast spjótin nú að fyrrverandi forseta landsins.

Óhlutdrægar fréttir frá Írak

Fréttaflutningur bandarískra fjölmiðla af stríðinu í Írak var að megninu til óhlutdrægur. Þetta eru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar á 2.200 fréttum úr sjónvarpi, dagblöðum og vefsíðum.

Páfinn útskrifaður

Jóhannes Páll páfi II sneri í gær aftur til Vatíkansins eftir rúmlega tveggja vikna sjúkrahúslegu. Páfi, sem var barkaþræddur á dögunum, er á góðum batavegi og ávarpaði í gær pílagríma í fyrsta sinn eftir aðgerðina.

Sjö myrtir í messu

Sjö manns voru skotnir til bana og fleiri særðust í skotárás í messu á hótelinu Sheraton í Wisconsin á laugardaginn. Eftir að hafa skotið á kirkjugesti tók árásarmaðurinn eigið líf.

Costa del glæpur

Spænska lögreglan kom upp um víðfeðman, alþjóðlegan glæpahring sem hafði bækistöðvar í Marbella við suðurströnd Spánar. Talið er að hringurinn hafi stundað peningaþvætti á yfir 300 milljónum dollara fyrir ýmis glæpasamtök.

Systkini létust er sjónvarp sprakk

Fjögur systkini, átta til sautján ára gömul, létust þegar sjónvarpstæki í svefnherbergi þeirra sprakk. Foreldrar barnanna fengu slæm brunasár eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Slysið varð í Alexandríu í Egyptalandi.

Al-Qaida fordæmir ráðstefnuna

Al-Qaida í Írak fordæmir ráðstefnu um öryggismál í Madríd á Spáni og segja formælendur samtakanna að þar séu trúleysingjar saman komnir. Í yfirlýsingu samtakanna segir að íslam muni lifa af, þó að trúleysingjar reyni að taka höndum saman í stríði sínu gegn múslímum um víða veröld.

Flóttamaðurinn ófundinn

Sakborningurinn sem slapp eftir að hafa gripið skammbyssu öryggisvarðar í dómshúsi í Atlanta í gær, og skotið tvo öryggisverði og dómarann til bana, er enn leitað. Fé hefur verið lagt manninum til höfuðs en lögreglan hefur litla hugmynd um hvar hann gæti nú verið að finna.

Hamas taka þátt í kosningunum

Hamas-samtökin ætla að taka þátt í þingkosningum í Palestínu í sumar og verður rétturinn til vopnaðrar baráttu efst á stefnuskránni. Þetta gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir friðarferlið.

Í Hvíta húsið að nýju

Karen Hughes, sem var náinn samstarfsmaður Bush Bandaríkjaforseta í upphafi fyrra kjörtímabils hans, er nú á ný komin til starfa fyrir Hvíta húsið. Henni er ætlað að stýra ímyndarherferð Bandaríkjanna sem er til þess hugsuð að draga úr andúð á Bandaríkjunum erlendis, einkum meðal múslíma.

Mannskætt lestarslys í Víetnam

Á annan tug manna er látinn og 200 eru slasaðir eftir að hraðlest fór út af sporinu í Víetnam í dag. Að minnsta kosti 30 hinna slösuðu eru í lífshættu. Lestin var á leið frá Hanoí, höfuðborg Víetnam, til borgarinnar Ho Chi Minh með um 500 farþega innanborðs. Ekki liggur fyrir hvers vegna lestin fór út af sporinu.

Hryðjuverkalögin samþykkt

Ströng og umdeild hryðjuverkalög voru samþykkt á breska þinginu í gær eftir langar og sögulegar deilur þingmanna og stjórnar.

Heimsendir í nánd?

Líf á jörðu þurrkast út með 62 milljón ára millibili, samkvæmt því sem bandarískir vísindamenn hafa komist að. Hvers vegna liggur þó ekki alveg ljóst fyrir.

Newman hættir að leika

Paul Newman ætlar að hætta að leika. Newman, sem er orðinn áttræður, segist ætla að leika í einni kvikmynd til viðbótar áður en hann dregur sig í hlé. Hann segir einnig að líkindum tímabært að hætta að taka þátt í kappakstri en á yngri árum sagði Newman að kappakstur og kvikmyndaleikur væru einu ástríðurnar í lífinu.

Peningaþvottur upp á 20 milljarða

Spænska lögreglan hefur handtekið 41 mann, grunaðan um að standa fyrir skipulögðum peningaþvotti. Talið er að hópurinn hafi þvegið peninga fyrir allt að 250 milljónir evra, eða sem samsvarar um 20 milljörðum íslenskra króna, og að sögn talsmanns í spænska innanríkisráðuneytinu leikur grunur á að rússneska olíufyritækið Yukos tengist aðgerðum hópsins.

Peningar og kort liðin tíð?

Viðskiptavinir þýskrar verslanakeðju geta brátt farið algjörlega peninga- og kortalausir inn í verslanir fyrirtækisins og samt gengið þaðan út, klyfjaðir af vörum, eða a.m.k. í samræmi við það sem bankainnistæða þeirra leyfir. Verslanakeðjan vinnur nefnilega að því að setja fingraskanna í allar verslanir sínar.

Páfi að braggast

Jóhannes Páll páfi II yfirgefur að líkindum Gemelli-sjúkrahúsið í Rómaborg fyrir næstu helgi, jafnvel á mánudag eða þriðjudag. Páfi hefur legið á sjúkrahúsi í hálfan mánuð vegna öndunarerfiðleika. Talsmenn Páfagarðs segja páfa eiga betra með að tala nú en fyrir nokkrum dögum og að hann sé að braggast.

Byssumaðurinn handsamaður

Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum handtók nú rétt áðan Brian Nichols sem skaut dómara og tvo aðra til bana í dómsal í Atlanta í gær. Hann var handtekinn norðan við borgina eftir að lögregla hafði umkringt manninn.

Herinn fer burt

Brotthvarf Sýrlendinga frá Líbanon er óhjákvæmilegt og frágengið, en greint var frá samkomulagi þess efnis síðdegis. Þrýstingurinn á stjórnvöld í Damaskus hefur aukist jafnt og þétt undanfarna sólarhringa og yfirlýsingar Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, fyrr í vikunni, dugðu ekkert til að draga þar úr.

Nátturuleysi plagar pöndur

Hvað á að gera þegar náttúruleysi er við það að útrýma heilli dýrategund? Vísindamenn um allan heim standa frammi fyrir þessari spurningu og svarið skiptir sköpum fyrir pandabirni. Sérfræðingar í Bandaríkjunum sáu sér þann kost vænstan að grípa til tæknifrjóvgunar eftir að hafa reynt allt til að fá pöndurnar Mei-sjang og Tían-tían til að fjölga sér upp á gamla móðinn.

Sjá næstu 50 fréttir