Erlent

Peningaþvottur upp á 20 milljarða

Spænska lögreglan hefur handtekið 41 mann, grunaðan um að standa fyrir skipulögðum peningaþvotti. Talið er að hópurinn hafi þvegið peninga fyrir allt að 250 milljónir evra, eða sem samsvarar um 20 milljörðum íslenskra króna, og að sögn talsmanns í spænska innanríkisráðuneytinu leikur grunur á að rússneska olíufyritækið Yukos tengist aðgerðum hópsins. Mennirnir voru handteknir á ferðamannastaðnum Costa del Sol, sem Íslendingum er að góðu kunnur, og eru þeir af ýmsu þjóðerni, þar á meðal frá Spáni, Frakklandi Rússlandi, Úkraínu og Finnlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×