Erlent

Páfi aftur í Vatíkanið í kvöld

Jóhannes Páll páfi II birtist fyrir stundu þeim sem komnir voru saman utan við Gemelli-sjúkrahúsið í Róm. Tilefnið var sunnudagsbæn sem aðstoðarmenn páfa fluttu en hann veifaði, blessaði mannfjöldann og ávarpaði fólkið stuttlega, í fyrsta sinn frá því að hann gekkst undir barkaþræðingu nýlega. Nú skömmu fyrir hádegi greindu talsmenn Páfagarðs frá því að páfi myndi snúa aftur í Vatíkanið í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×