Fleiri fréttir BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið <em>New York Times</em> hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana. 11.3.2005 00:01 Leystu upp fund með byssuskotum Meira en tuttugu vopnaðir uppreisnarmenn ruddust inn á fund Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu í gær og skutu þar viðvörunarskotum uns fundurinn leystist upp og fundarmenn hlupu út, skelfingu lostnir. Meira en þúsund manns höfðu safnast saman á fundinum til þess að lýsa yfir stuðningi við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 11.3.2005 00:01 Hungurverkfall í flugvél Tæplega sextíu manna hópur Írana neitaði að yfirgefa flugvél á flugvelli í Brussel í gær og hótaði að fara í hungurverkfall inni í vélinni til að mótmæla stuðningi við stjórnvöld í Íran. Vandræðin byrjuðu um leið og vélin, sem kom frá Frankfurt í Þýskalandi, lenti á belgískri grundu um miðjan dag í gær. 11.3.2005 00:01 Sýrlenski herinn á brott Nærri því allar sýrlenskar hersveitir eru nú farnar frá norðurhluta Líbanons þar sem þær hafa verið í tuttugu og níu ár. Hersveitirnar hafa verið kallaðar til baka og verða staðsettar í Bekaa-dalnum, nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. 11.3.2005 00:01 Verkfall á versta tíma Opinberir starfsmenn í París gátu ekki valið verri dag en daginn í dag til þess að fara í verkfall. Á sama tíma og verkfall þeirra hófst í morgun komu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndinnar til borgarinnar til þess að vega og meta möguleikann á því að Ólympíuleikarnir fari þar fram árið 2012. 11.3.2005 00:01 Skuldarar ærðir með trommuslætti Yfirvöld í borginni Hyderabad í suðurhluta Indlands hafa gripið til þess óvenjulega ráðs að fá trommuleikara til liðs við sig í baráttunni gegn þeim sem skulda skatta. Geri menn ekki upp skuldir sínar heldur hópur 20 trommuleikara til heimilis þeirra og ber húðirnar með tilheyrandi látum þar til viðkomandi greiðir skuldir sínar. 11.3.2005 00:01 Sameiginleg stefna BNA og Evrópu Verðlaun eru í boði hætti Íranar auðgun úrans. Bandaríkjamenn og Evrópuþjóðir hafa náð samkomulagi um sameiginlega stefnu en Íranar láta sig það litlu skipta. 11.3.2005 00:01 Kasparov úr skák í stjórnmál Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. 11.3.2005 00:01 Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg. 11.3.2005 00:01 Sumarleyfisferðir til að hjálpa Í Þýskalandi er nú hafin herferð þar sem landsmenn eru hvattir til að fara í sumarleyfi til hamfarasvæðanna í Suðaustur-Asíu. Þróunarráðherra Þýskalands, Heidemarie Wieczorek-Zeul, segir það lífsnauðsynlegt fyrir eftirlifendur á svæðunum að mikil aukning verði í ferðamannaiðnaðinum þar svo hægt sé að byggja upp að nýju og fólkið hafi í sig og á. 11.3.2005 00:01 Sakborningur skaut dómara Dómari var skotinn til bana við dómshús í Atlanta í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sakborningur stal byssu frá öryggisverði og skaut. Svo virðist sem þrír aðrir starfsmenn hafi einnig orðið fyrir skoti. Maðurinn gengur laus í miðborg Atlanta og er ákaft leitað. 11.3.2005 00:01 Fórnarlambanna minnst í Madríd Tár féllu þegar fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Madríd var minnst í dag, ári eftir að saklausir lestarfarþegar á leið til vinnu urðu fórnarlömb hryðjuverkamanna al-Qaida. 11.3.2005 00:01 Óvíst hversu langt herinn fer Sýrlenskar hersveitir hörfa nú frá hlutum Líbanons en óvíst er hversu langt þær fara. Þrýstingurinn vex á Sýrlendinga að hverfa með öllu frá Líbanon og óttast er að spennan þar geti valdið uppnámi í kringum þingkosningar í maí næstkomandi. 11.3.2005 00:01 Blair nær málamiðlun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tókst loks síðdegis í gær að ná samkomulagi við pólitíska mótherja sína sem átti að tryggja að ný hryðjuverkavarnalög kæmust í gegn um þingið. Frumvarpið mætti harðvítugri andstöðu sem um tíma virtist geta komið í veg fyrir samþykkt þess. 11.3.2005 00:01 Hörð átök á breska þinginu Harka einkennir átök Tonys Blairs við stjórnarandstöðuna á breska þinginu en þar er hryðjuverkalagafrumvarp stjórnvalda til umræðu. Enginn vill gefa eftir og þræturnar gætu því dregist á langinn. 11.3.2005 00:01 Lögreglustjóri myrtur í Írak Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband. 10.3.2005 00:01 Vill leyniþjónustuna líka burt Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja ekki nóg að Sýrlendingar fari með herlið sitt burt frá Líbanon heldur eigi þeir líka að kalla allt leyniþjónustulið sitt heim. George Bush sagði í gær að leyniþjónusta Sýrlendinga hefði mikil áhrif á stjórnkerfið í Líbanon og því yrði að kalla hana burt með herliðinu. 10.3.2005 00:01 Tvísýnt með hryðjuverkafrumvarp Fulltrúadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi umdeilt frumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu í bresku í lávarðadeildinni í dag og er talið að brugðið geti til beggja vona um hvort ríkisstjórn Tonys Blairs fái það samþykkt þar. 10.3.2005 00:01 Kveikti í sér við lögreglustöð Lögreglu í Ontario í Kanada tókst í gær að bjarga manni sem hafði kveikt í sjálfum sér. Maðurinn lagði pallbíl sínum utan við lögreglustöð í borginni og hóf þar mikil læti. Hann öskraði út um glugga bílsins og veifaði þaðan sígarettukveikjara. Síðan greip maðurinn til þess að hella yfir sig allan úr olíubrúsa. 10.3.2005 00:01 Þekkja ekki afleiðingar kynlífs Nærri þriðjungur hjóna á Filippseyjum veit ekki að kynlíf getur leitt til getnaðar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þetta niðurstöður nýrrar könnunar sem ríkisstjórn landsins lét gera og greint er frá í tímaritinu <em>Time</em>. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Filippseyingum fjölgi einna mest af þjóðum heimsins, eða um 2,4 prósent á ári undanfarin ár. 10.3.2005 00:01 Bondevik gagnrýnir IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýnir IKEA fyrir að gefa út hátt í 2000 leiðbeiningabæklinga í um 200 vöruhúsum sínum víða um heim án þess að nokkur kona sjáist setja saman húsgögn eða vöru frá fyrirtækinu. Bondevik segir það óverjandi og IKEA til skammar að aðeins skuli vera myndir af karlmönnum í bæklingunum. 10.3.2005 00:01 Hafi horft á klám með Jackson Gavin Arvizo, drengurinn sem sakar Michael Jackson um kynferðislega áreitni, bar í gær vitni um það að hann hefði sofið í rúmi söngvarans og saman hefðu þeir horft á klám á Netinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan réttarhöldin hófust sem Arvizo, sem er fimmtán ára, hittir Jackson, augliti til auglitis í réttarsalnum. 10.3.2005 00:01 Hart deilt um frumvarp í Bretlandi Hatrömm kosningabarátta er hafin í Bretlandi og endurspeglast hún í gríðarhörðum deilum um frumvarp bresku ríkisstjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum. 10.3.2005 00:01 Óvinsæll borgarstjóri segir af sér Stjórnandi Hong Kong borgar, Tung Chee-hwa, hefur sagt af sér embætti, að sögn af heilsufarsástæðum. Tung hefur verið frekar óvinsæll í embætti og hafa íbúar borgarinnar mótmælt einræðistilburðum hans og krafist aukins lýðræðis. 10.3.2005 00:01 Hóta Sýrlendingum aðgerðum Bandaríkjastjórn boðar aðgerðir gegn Sýrlendingum fari þeir ekki bæði með herlið sitt og leyniþjónustu út úr Líbanon fyrir maílok. 10.3.2005 00:01 Auka þrýsting á japönsk stjórnvöld Stuðningsmenn Bobbys Fischers í Japan auka nú þrýsting sinn á japönsk stjórnvöld í viðleitni sinni til að fá Fischer leystan úr fangelsi og sendan til Íslands. 10.3.2005 00:01 Segja Írana hafa fengið skilvindur Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að Abdul Qadeer Khan, sem kallaður hefur faðir atómsprengjunnar í Pakistan, hefði útvegað Írönum skilvindur til þess að auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur. Khan hefur áður orðið uppvís að því að láta Írönum, Norður-Kóreumönnum og Líbíumönnum í té leynilegar upplýsingar um kjarnorkumál en Pakistanar hafa ekki gefið hvers konar upplýsingar það hafi verið. 10.3.2005 00:01 Afríkubúa saknað eftir bátsskaða Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát. 10.3.2005 00:01 Sagðir á leið yfir landamærin Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin. 10.3.2005 00:01 Skype gríðarlega vinsælt Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir. 10.3.2005 00:01 Haradinaj birt ákæra í Haag Ákæra Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag á hendur Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, var birt í dag. Haradinaj er ákærður fyrir morð, nauðgun og eignatjón í stríði Kosovo-Albana og Serba á árunum 1998-1999. Haradinaj sagði af sér um leið og hann var ákærður, hélt beina leið til Haag og bíður þess nú að réttarhöldin yfir honum hefjist. 10.3.2005 00:01 Sjálfsmorðsárás í jarðarför Óttast er að allt að 30 manns hafi látist í sjálfsmorðárás í jarðarför í mosku í Mósúl í Norður-Írak fyrir stundu. Reuters-fréttastofan hefur eftir vitni að sprengingin hafi verið inni í moskunni og hafa fjölmargir verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar sprengingarinnar. 10.3.2005 00:01 Herþyrla fórst í Tsjetsjeníu Rússnesk herþyrla með tólf manna áhöfn fórst í Tsjetsjeníu í dag, eftir því sem Interfax-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt upplýsingum í innaríkisráðuneyti landsins var hún ekki skotin niður heldur virðist sem bilun í tækjabúnaði hafi valdið slysinu, en uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu hafa skotið niður nokkrar herþyrlur í baráttu sinni við rússneska herinn undanfarin ár. 10.3.2005 00:01 Blair í pólitískum forarpytti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í pólitískum forarpytti og virðist ekki ætla að geta komið umdeildu frumvarpi sínu um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í gegnum breska þingið. Málið þykir sýna svart á hvítu að kosningabaráttan í Bretlandi er nú hafin fyrir alvöru. 10.3.2005 00:01 Súnnítar sagðir hafa gert árásina Talið er að allt að 30 manns hafi látið lífið í sjálfsmorðsárás öfgamanna í norðurhluta Íraks nú síðdegis. Árásin var gerð í jarðarför í Mósúl í þann mund sem hópur sjítamúslíma fylgdi félaga sínum til grafar. Talið er víst að öfgahópar súnnímúslíma hafi verið að verki en þeir beina árásum sínum í síauknum mæli að sjítum í viðleitni sinni til að koma af stað átökum á milli trúarhópanna og efna til borgarastyrjaldar í landinu. 10.3.2005 00:01 Jackson refsað fyrir óstundvísi? Skrípalætin í kringum réttarhöldin yfir Michael Jackson virðast engan enda ætla að taka. Jackson mætti of seint í dómsalinn nú síðdegis eða þremur mínútum eftir þann frest sem dómarinn hafði sett sem síðustu forvöð fyrir söngvarann til að mæta. Búið var að gefa út handtökuskipun á hendur Jackson þegar hann loks mætti, afar veiklulegur að sjá og í náttbuxum enda hafði hann komið við á sjúkrahúsi vegna bakverkja. 10.3.2005 00:01 Bondevik hjólar í IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi sænska húsgagnafyrirtækið IKEA fyrir karlrembu í viðtali við dagblaðið Verdens Gang í gær. 10.3.2005 00:01 Sjálfsmorðsprengja í mosku Að minnsta kosti 36 manns létust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Auk þess biðu fimm manns bana í árásum í Bagdad og Kirkuk. 10.3.2005 00:01 Jackson of seinn Michael Jackson mætti klukkutíma of seint í réttarsalinn í gær og á því á hættu að verða fangelsaður á meðan málaferlin standa yfir. 10.3.2005 00:01 Lávarðar andsnúnir frumvarpi Blair Lávarðadeild breska þingsins vísaði í gær lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um hryðjuverkavarnir aftur til neðri deildar þingsins. Tony Blair forsætisráðherra á í vök að verjast vegna málsins. 10.3.2005 00:01 27 börn dóu vegna eitrunar 27 filippeysk börn dóu í vikunni eftir að hafa borðað eitraðan skyndibita. 103 voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið eitrun. Flest barnanna voru jarðsett í gær. 10.3.2005 00:01 Líbanon er ekki Úkraína Hizbollah-samtökin stimpluðu sig aftur inn í stjórnmál Mið-Austurlanda í vikunni þegar þau stóðu fyrir fjölmennum mótmælum í Beirút. Sedrusbyltingin er ef til vill margslungnari en menn töldu í fyrstu. 10.3.2005 00:01 Dauðdaginn ekki glæstur Egypski konungurinn Tutankhamun lét ekki lífið í bardaga eða í slysi á stríðsvagni sínum eins og hingað til hefur verið talið. Nýjar rannsóknir benda til þess að einfalt fótbrot hafi dregið þennan sögufræga konung til dauða. 10.3.2005 00:01 Sprengdi ruslabíl nærri hóteli Að minnsta kosti tveir létust og meira en tuttugu særðust í sprengjuárás nærri hóteli í miðborg Bagdad í nótt. Á hótelinu gista margir vestrænir samningamenn og er talið að árásin hafi beinst að þeim. Þá kom einnig upp eldur í landbúnaðarráðuneyti Íraka sem er í nágrenninu. Árásarmaðurinn notaði ruslabíl til verksins og reis gríðarlegur reykjarmökkur upp frá staðnum þar sem bíllinn sprakk. 9.3.2005 00:01 Sakaður um peningaþvætti Rannsóknardómstóll í Washington í Bandaríkjunum kannar nú ásakanir um meint peningaþvætti Bobbys Fischers sem er 62 ára í dag. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hefur saksóknari vestan hafs þegar stefnt fyrrverandi lögmanni Fischers í Bandaríkjunum vegna málsins og hefur honum verið gert að mæta fyrir rannsóknardómstólinn 17. mars næstkomandi. 9.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
BNA bjóða Íran efnahagsaðstoð Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu í dag bjóða Írönum efnahagsaðstoð gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Dagblaðið <em>New York Times</em> hefur þetta eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum. Þá er einnig búist við að Bandaríkjamenn samþykki að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ef ekki tekst að semja við Írana. 11.3.2005 00:01
Leystu upp fund með byssuskotum Meira en tuttugu vopnaðir uppreisnarmenn ruddust inn á fund Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu í gær og skutu þar viðvörunarskotum uns fundurinn leystist upp og fundarmenn hlupu út, skelfingu lostnir. Meira en þúsund manns höfðu safnast saman á fundinum til þess að lýsa yfir stuðningi við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 11.3.2005 00:01
Hungurverkfall í flugvél Tæplega sextíu manna hópur Írana neitaði að yfirgefa flugvél á flugvelli í Brussel í gær og hótaði að fara í hungurverkfall inni í vélinni til að mótmæla stuðningi við stjórnvöld í Íran. Vandræðin byrjuðu um leið og vélin, sem kom frá Frankfurt í Þýskalandi, lenti á belgískri grundu um miðjan dag í gær. 11.3.2005 00:01
Sýrlenski herinn á brott Nærri því allar sýrlenskar hersveitir eru nú farnar frá norðurhluta Líbanons þar sem þær hafa verið í tuttugu og níu ár. Hersveitirnar hafa verið kallaðar til baka og verða staðsettar í Bekaa-dalnum, nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. 11.3.2005 00:01
Verkfall á versta tíma Opinberir starfsmenn í París gátu ekki valið verri dag en daginn í dag til þess að fara í verkfall. Á sama tíma og verkfall þeirra hófst í morgun komu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndinnar til borgarinnar til þess að vega og meta möguleikann á því að Ólympíuleikarnir fari þar fram árið 2012. 11.3.2005 00:01
Skuldarar ærðir með trommuslætti Yfirvöld í borginni Hyderabad í suðurhluta Indlands hafa gripið til þess óvenjulega ráðs að fá trommuleikara til liðs við sig í baráttunni gegn þeim sem skulda skatta. Geri menn ekki upp skuldir sínar heldur hópur 20 trommuleikara til heimilis þeirra og ber húðirnar með tilheyrandi látum þar til viðkomandi greiðir skuldir sínar. 11.3.2005 00:01
Sameiginleg stefna BNA og Evrópu Verðlaun eru í boði hætti Íranar auðgun úrans. Bandaríkjamenn og Evrópuþjóðir hafa náð samkomulagi um sameiginlega stefnu en Íranar láta sig það litlu skipta. 11.3.2005 00:01
Kasparov úr skák í stjórnmál Skákgoðsögnin Garrí Kasparov tilkynnti í gær að hann væri hættur atvinnumennsku í íþróttinni sem hann varð fyrst heimsmeistari í fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 22 ára gamall. Kasparov lét hafa þetta eftir sér daginn eftir að alþjóðlega skákmótinu í Linares á Spáni lauk á fimmtudag. Vann hann mótið, þrátt fyrir að tapa síðustu skákinni. 11.3.2005 00:01
Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg. 11.3.2005 00:01
Sumarleyfisferðir til að hjálpa Í Þýskalandi er nú hafin herferð þar sem landsmenn eru hvattir til að fara í sumarleyfi til hamfarasvæðanna í Suðaustur-Asíu. Þróunarráðherra Þýskalands, Heidemarie Wieczorek-Zeul, segir það lífsnauðsynlegt fyrir eftirlifendur á svæðunum að mikil aukning verði í ferðamannaiðnaðinum þar svo hægt sé að byggja upp að nýju og fólkið hafi í sig og á. 11.3.2005 00:01
Sakborningur skaut dómara Dómari var skotinn til bana við dómshús í Atlanta í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sakborningur stal byssu frá öryggisverði og skaut. Svo virðist sem þrír aðrir starfsmenn hafi einnig orðið fyrir skoti. Maðurinn gengur laus í miðborg Atlanta og er ákaft leitað. 11.3.2005 00:01
Fórnarlambanna minnst í Madríd Tár féllu þegar fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Madríd var minnst í dag, ári eftir að saklausir lestarfarþegar á leið til vinnu urðu fórnarlömb hryðjuverkamanna al-Qaida. 11.3.2005 00:01
Óvíst hversu langt herinn fer Sýrlenskar hersveitir hörfa nú frá hlutum Líbanons en óvíst er hversu langt þær fara. Þrýstingurinn vex á Sýrlendinga að hverfa með öllu frá Líbanon og óttast er að spennan þar geti valdið uppnámi í kringum þingkosningar í maí næstkomandi. 11.3.2005 00:01
Blair nær málamiðlun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tókst loks síðdegis í gær að ná samkomulagi við pólitíska mótherja sína sem átti að tryggja að ný hryðjuverkavarnalög kæmust í gegn um þingið. Frumvarpið mætti harðvítugri andstöðu sem um tíma virtist geta komið í veg fyrir samþykkt þess. 11.3.2005 00:01
Hörð átök á breska þinginu Harka einkennir átök Tonys Blairs við stjórnarandstöðuna á breska þinginu en þar er hryðjuverkalagafrumvarp stjórnvalda til umræðu. Enginn vill gefa eftir og þræturnar gætu því dregist á langinn. 11.3.2005 00:01
Lögreglustjóri myrtur í Írak Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband. 10.3.2005 00:01
Vill leyniþjónustuna líka burt Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja ekki nóg að Sýrlendingar fari með herlið sitt burt frá Líbanon heldur eigi þeir líka að kalla allt leyniþjónustulið sitt heim. George Bush sagði í gær að leyniþjónusta Sýrlendinga hefði mikil áhrif á stjórnkerfið í Líbanon og því yrði að kalla hana burt með herliðinu. 10.3.2005 00:01
Tvísýnt með hryðjuverkafrumvarp Fulltrúadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi umdeilt frumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu í bresku í lávarðadeildinni í dag og er talið að brugðið geti til beggja vona um hvort ríkisstjórn Tonys Blairs fái það samþykkt þar. 10.3.2005 00:01
Kveikti í sér við lögreglustöð Lögreglu í Ontario í Kanada tókst í gær að bjarga manni sem hafði kveikt í sjálfum sér. Maðurinn lagði pallbíl sínum utan við lögreglustöð í borginni og hóf þar mikil læti. Hann öskraði út um glugga bílsins og veifaði þaðan sígarettukveikjara. Síðan greip maðurinn til þess að hella yfir sig allan úr olíubrúsa. 10.3.2005 00:01
Þekkja ekki afleiðingar kynlífs Nærri þriðjungur hjóna á Filippseyjum veit ekki að kynlíf getur leitt til getnaðar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þetta niðurstöður nýrrar könnunar sem ríkisstjórn landsins lét gera og greint er frá í tímaritinu <em>Time</em>. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Filippseyingum fjölgi einna mest af þjóðum heimsins, eða um 2,4 prósent á ári undanfarin ár. 10.3.2005 00:01
Bondevik gagnrýnir IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýnir IKEA fyrir að gefa út hátt í 2000 leiðbeiningabæklinga í um 200 vöruhúsum sínum víða um heim án þess að nokkur kona sjáist setja saman húsgögn eða vöru frá fyrirtækinu. Bondevik segir það óverjandi og IKEA til skammar að aðeins skuli vera myndir af karlmönnum í bæklingunum. 10.3.2005 00:01
Hafi horft á klám með Jackson Gavin Arvizo, drengurinn sem sakar Michael Jackson um kynferðislega áreitni, bar í gær vitni um það að hann hefði sofið í rúmi söngvarans og saman hefðu þeir horft á klám á Netinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan réttarhöldin hófust sem Arvizo, sem er fimmtán ára, hittir Jackson, augliti til auglitis í réttarsalnum. 10.3.2005 00:01
Hart deilt um frumvarp í Bretlandi Hatrömm kosningabarátta er hafin í Bretlandi og endurspeglast hún í gríðarhörðum deilum um frumvarp bresku ríkisstjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum. 10.3.2005 00:01
Óvinsæll borgarstjóri segir af sér Stjórnandi Hong Kong borgar, Tung Chee-hwa, hefur sagt af sér embætti, að sögn af heilsufarsástæðum. Tung hefur verið frekar óvinsæll í embætti og hafa íbúar borgarinnar mótmælt einræðistilburðum hans og krafist aukins lýðræðis. 10.3.2005 00:01
Hóta Sýrlendingum aðgerðum Bandaríkjastjórn boðar aðgerðir gegn Sýrlendingum fari þeir ekki bæði með herlið sitt og leyniþjónustu út úr Líbanon fyrir maílok. 10.3.2005 00:01
Auka þrýsting á japönsk stjórnvöld Stuðningsmenn Bobbys Fischers í Japan auka nú þrýsting sinn á japönsk stjórnvöld í viðleitni sinni til að fá Fischer leystan úr fangelsi og sendan til Íslands. 10.3.2005 00:01
Segja Írana hafa fengið skilvindur Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að Abdul Qadeer Khan, sem kallaður hefur faðir atómsprengjunnar í Pakistan, hefði útvegað Írönum skilvindur til þess að auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur. Khan hefur áður orðið uppvís að því að láta Írönum, Norður-Kóreumönnum og Líbíumönnum í té leynilegar upplýsingar um kjarnorkumál en Pakistanar hafa ekki gefið hvers konar upplýsingar það hafi verið. 10.3.2005 00:01
Afríkubúa saknað eftir bátsskaða Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát. 10.3.2005 00:01
Sagðir á leið yfir landamærin Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin. 10.3.2005 00:01
Skype gríðarlega vinsælt Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir. 10.3.2005 00:01
Haradinaj birt ákæra í Haag Ákæra Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag á hendur Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, var birt í dag. Haradinaj er ákærður fyrir morð, nauðgun og eignatjón í stríði Kosovo-Albana og Serba á árunum 1998-1999. Haradinaj sagði af sér um leið og hann var ákærður, hélt beina leið til Haag og bíður þess nú að réttarhöldin yfir honum hefjist. 10.3.2005 00:01
Sjálfsmorðsárás í jarðarför Óttast er að allt að 30 manns hafi látist í sjálfsmorðárás í jarðarför í mosku í Mósúl í Norður-Írak fyrir stundu. Reuters-fréttastofan hefur eftir vitni að sprengingin hafi verið inni í moskunni og hafa fjölmargir verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar sprengingarinnar. 10.3.2005 00:01
Herþyrla fórst í Tsjetsjeníu Rússnesk herþyrla með tólf manna áhöfn fórst í Tsjetsjeníu í dag, eftir því sem Interfax-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt upplýsingum í innaríkisráðuneyti landsins var hún ekki skotin niður heldur virðist sem bilun í tækjabúnaði hafi valdið slysinu, en uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu hafa skotið niður nokkrar herþyrlur í baráttu sinni við rússneska herinn undanfarin ár. 10.3.2005 00:01
Blair í pólitískum forarpytti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í pólitískum forarpytti og virðist ekki ætla að geta komið umdeildu frumvarpi sínu um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í gegnum breska þingið. Málið þykir sýna svart á hvítu að kosningabaráttan í Bretlandi er nú hafin fyrir alvöru. 10.3.2005 00:01
Súnnítar sagðir hafa gert árásina Talið er að allt að 30 manns hafi látið lífið í sjálfsmorðsárás öfgamanna í norðurhluta Íraks nú síðdegis. Árásin var gerð í jarðarför í Mósúl í þann mund sem hópur sjítamúslíma fylgdi félaga sínum til grafar. Talið er víst að öfgahópar súnnímúslíma hafi verið að verki en þeir beina árásum sínum í síauknum mæli að sjítum í viðleitni sinni til að koma af stað átökum á milli trúarhópanna og efna til borgarastyrjaldar í landinu. 10.3.2005 00:01
Jackson refsað fyrir óstundvísi? Skrípalætin í kringum réttarhöldin yfir Michael Jackson virðast engan enda ætla að taka. Jackson mætti of seint í dómsalinn nú síðdegis eða þremur mínútum eftir þann frest sem dómarinn hafði sett sem síðustu forvöð fyrir söngvarann til að mæta. Búið var að gefa út handtökuskipun á hendur Jackson þegar hann loks mætti, afar veiklulegur að sjá og í náttbuxum enda hafði hann komið við á sjúkrahúsi vegna bakverkja. 10.3.2005 00:01
Bondevik hjólar í IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi sænska húsgagnafyrirtækið IKEA fyrir karlrembu í viðtali við dagblaðið Verdens Gang í gær. 10.3.2005 00:01
Sjálfsmorðsprengja í mosku Að minnsta kosti 36 manns létust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Mosul í Norður-Írak í gær. Auk þess biðu fimm manns bana í árásum í Bagdad og Kirkuk. 10.3.2005 00:01
Jackson of seinn Michael Jackson mætti klukkutíma of seint í réttarsalinn í gær og á því á hættu að verða fangelsaður á meðan málaferlin standa yfir. 10.3.2005 00:01
Lávarðar andsnúnir frumvarpi Blair Lávarðadeild breska þingsins vísaði í gær lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um hryðjuverkavarnir aftur til neðri deildar þingsins. Tony Blair forsætisráðherra á í vök að verjast vegna málsins. 10.3.2005 00:01
27 börn dóu vegna eitrunar 27 filippeysk börn dóu í vikunni eftir að hafa borðað eitraðan skyndibita. 103 voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið eitrun. Flest barnanna voru jarðsett í gær. 10.3.2005 00:01
Líbanon er ekki Úkraína Hizbollah-samtökin stimpluðu sig aftur inn í stjórnmál Mið-Austurlanda í vikunni þegar þau stóðu fyrir fjölmennum mótmælum í Beirút. Sedrusbyltingin er ef til vill margslungnari en menn töldu í fyrstu. 10.3.2005 00:01
Dauðdaginn ekki glæstur Egypski konungurinn Tutankhamun lét ekki lífið í bardaga eða í slysi á stríðsvagni sínum eins og hingað til hefur verið talið. Nýjar rannsóknir benda til þess að einfalt fótbrot hafi dregið þennan sögufræga konung til dauða. 10.3.2005 00:01
Sprengdi ruslabíl nærri hóteli Að minnsta kosti tveir létust og meira en tuttugu særðust í sprengjuárás nærri hóteli í miðborg Bagdad í nótt. Á hótelinu gista margir vestrænir samningamenn og er talið að árásin hafi beinst að þeim. Þá kom einnig upp eldur í landbúnaðarráðuneyti Íraka sem er í nágrenninu. Árásarmaðurinn notaði ruslabíl til verksins og reis gríðarlegur reykjarmökkur upp frá staðnum þar sem bíllinn sprakk. 9.3.2005 00:01
Sakaður um peningaþvætti Rannsóknardómstóll í Washington í Bandaríkjunum kannar nú ásakanir um meint peningaþvætti Bobbys Fischers sem er 62 ára í dag. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hefur saksóknari vestan hafs þegar stefnt fyrrverandi lögmanni Fischers í Bandaríkjunum vegna málsins og hefur honum verið gert að mæta fyrir rannsóknardómstólinn 17. mars næstkomandi. 9.3.2005 00:01