Erlent

Peningar og kort liðin tíð?

Viðskiptavinir þýskrar verslanakeðju geta brátt farið algjörlega peninga- og kortalausir inn í verslanir fyrirtækisins og samt gengið þaðan út, klyfjaðir af vörum, eða a.m.k. í samræmi við það sem bankainnistæða þeirra leyfir. Verslanakeðjan vinnur nefnilega að því að setja fingraskanna í allar verslanir sínar í Ruelzheim-héraði í Suður-Þýskalandi svo fólk geti greitt fyrir vörurnar með því einfaldlega að setja þumalfingur á skannann og upphæðin verður þá samstundis millifærð af bankareikningi þeirra og inn á reikning viðkomandi verslunar. Fólk þarf einungis að láta skrá sig inn í gagnagrunninn, gefa upp bankareikning sinn og - líkt og tíðkast á lögreglustöðvum - taka af sér fingraför. Yfirmenn verslanakeðjunnar eru yfir sig spenntir að koma þessu í gagnið og segja tilhögunina spara fjölda dýrmætra sekúndna við búðarkassann sem ýmist fara í vesen með kort viðskiptavina eða leit þeirra að klinki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×