Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Íran

Öflugur jarðskjálfti skók suðausturhluta Írans í nótt en engar fregnir hafa borist af mannfalli. Skjálftinn mældist 5,9 á Richter og voru upptök hans skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans. Nokkrar skemmdir urðu í grennd en svæðið er ekki þéttbýlt og því taldar litlar líkur á að hamfarirnar hafi valdið miklu tjóni eða mannskaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×