Erlent

Herinn fer burt

Brotthvarf Sýrlendinga frá Líbanon er óhjákvæmilegt og frágengið, en greint var frá samkomulagi þess efnis síðdegis. Þrýstingurinn á stjórnvöld í Damaskus hefur aukist jafnt og þétt undanfarna sólarhringa og yfirlýsingar Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, fyrr í vikunni, dugðu ekkert til að draga þar úr. Ljóst var að Sýrlengar máttu vænta pólitískra og efnahagslegra þvingana yrðu þeir ekki í einu og öllu við kröfunum sem settar eru fram í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Svo virðist sem Assad hafi komist að þeirri niðurstöðu, að hann fórnaði meiri hagsmunum fyrir minni, gæfi hann ekki eftir. Terje Roed-Larsen, sendifulltrúi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, greindi frá samkomulaginu í morgun. Hann sagði forsetann hafa skuldbundið sig til þess að flytja her og leyniþjónustu Líbanon burt. Það yrði framkvæmt í tveim skrefum. Fyrir lok mars yrði allur heraflinn kominn til Beeka dalsins og auk þess stór hluti hans alla leið til Sýrlands. Að því loknu yrði hafist handa við að klára verkið til fulls og senda allan heraflann heim til Sýrlands. Brottfluttningur sýrlenskra hersveita hélt áfram í dag, og í Beirút fagnaði stjórnarandstaðan tíðindunum af yfirlýsingu Sýrlendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×