Erlent

Costa del glæpur

Spænska lögreglan kom upp um víðfeðman, alþjóðlegan glæpahring sem hafði bækistöðvar í Marbella við suðurströnd Spánar. Talið er að hringurinn hafi stundað peningaþvætti á yfir 300 milljónum dollara fyrir ýmis glæpasamtök. Fjörtíu og einn maður, frá að minnsta kosti fimm löndum, var handtekinn. Lagt var hald á bát, tvær flugvélar og 42 glæsibifreiðar í tengslum við málið en rannsókn þess hefur staðið yfir í tíu mánuði. Alþjóðleg glæpasamtök hafa verið áberandi á Costa del Sol strandlengjunni á Suður-Spáni og hefur hún því fengið viðurnefnið Costa del glæpur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×