Erlent

Múrinn vekur ugg

Stærsta landnemabyggð Vesturbakkans mun falla innan aðskilnaðarmúrs Ísraelsmanna, Palestínumönnum til mikillar armæðu. Ariel Sharon forsætisráðherra lagði í gær blessun sína yfir endanlegar áætlanir um staðsetningu múrsins. Ákvörðun Sharons þýðir að Ísraelsmenn leysa til sín stóran hluta þess landsvæðis sem Palestínumenn gera tilkall til, þar með talið austurhluta Jerúsalem. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Ramallah og fundaði í gær með Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×