Erlent

Annan hitti Sharon

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, á fundi í gær en Annan er í sinni fyrstu opinberu heimsókn þangað í rúm fjögur ár. Vill Annan koma skriði á friðarumleitanir milli Ísraela og Palestínumanna en þar hefur sem kunnugt er steytt á skeri að undanförnu. Hefur Annan hug á að endurvekja svokallaðan vegvísi til friðar sem Evrópulöndin auk Bandaríkjamanna áttu hugmyndina að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×