Erlent

19 látnir eftir rútuslys

Að minnsta kosti 19 létust og 15 slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gljúfur á Norður-Indlandi í dag. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru sumir hinna slösuðu mjög illa haldnir og vart hugað líf. Rútuslys eru tíð á Indlandi og er hunsun umferðarlaga og kæruleysislegum akstri bílstjóra kennt þar um. Síðast í gær létust 16 manns og níu er saknað eftir að rútubílstjóri missti stjórn á ökutækinu sem endaði úti í á í vesturhluta landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×