Erlent

Nátturuleysi plagar pöndur

Hvað á að gera þegar náttúruleysi er við það að útrýma heilli dýrategund? Vísindamenn um allan heim standa frammi fyrir þessari spurningu og svarið skiptir sköpum fyrir pandabirni. Sérfræðingar í Bandaríkjunum sáu sér þann kost vænstan að grípa til tæknifrjóvgunar eftir að hafa reynt allt til að fá pöndurnar Mei-sjang og Tían-tían til að fjölga sér upp á gamla móðinn. Eftir að þeim varð ljóst að karldýrið vissi hreinlega ekki hvernig átti að fara að var gripið til aðgerða, og nú bíða allir spenntir eftir því að sjá hvort að tilraunin ber árangur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×