Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 20. júlí 2025 23:44 Houssam Alamatouri og Amal Sneih Farrag hafa búið um nokkurt skeið á Íslandi. Vísir/Lýður Valberg Sýrlendingar búsettir hér á landi segja þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni Sweida. Ríkisstjórn landsins ætli að útrýma minnihlutahópum og hafi brotið gegn vopnahléi í gær. Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu. Sýrland Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu.
Sýrland Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira