Erlent

Óhlutdrægar fréttir frá Írak

Fréttaflutningur bandarískra fjölmiðla af stríðinu í Írak var að megninu til óhlutdrægur. Þetta eru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar á 2.200 fréttum úr sjónvarpi, dagblöðum og vefsíðum. Um fjórðungur fréttanna var neikvæður gagnvart stríðinu að mati rannsakenda, fimmtungur fréttanna var jákvæður en yfir helmingur taldist hlutlaus. Kvöldfréttastofur voru frekar neikvæðar en jákvæðar en þessu var öfugt farið á fréttastofum með morgunfréttir. Fréttastofan Fox var helmingi oftar jákvæð en neikvæð, ólíkt CNN og MSNBC sem þóttu óhlutdrægar .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×