Erlent

Al-Qaida fordæmir ráðstefnuna

Al-Qaida í Írak fordæmir ráðstefnu um öryggismál í Madríd á Spáni og segja formælendur samtakanna að þar séu trúleysingjar saman komnir. Í yfirlýsingu samtakanna segir að íslam muni lifa af, þó að trúleysingjar reyni að taka höndum saman í stríði sínu gegn múslímum um víða veröld. Tuttugu þjóðarleiðtogar eru meðal þeirra sem ræða öryggismál og baráttuna gegn hryðjuverkum á ráðstefnu í Madríd sem haldin er í tilefni af því að ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum á farþegalestir í Madríd. 191 týndi lífi í þeim árásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×