Erlent

Fellibylur stefnir á borgina

Íbúar í Darwin í Ástralíu hamstra nú mat og drykk í stórverslunum en von er á að fellibylurinn Ingrid stefni hraðbyri á borgina. Bylurinn hefur valdið usla eftir norðurströnd Ástralíu undanfarna viku og hefur vindhraðinn náð allt að 300 kílómetrum á klukkustund, eða ríflega 80 metrum á sekúndu. Lögregla í Darwin hefur beðið íbúa að búa sig undir að vera fluttir í neyðarskýli eða jafnvel á brott. Allar líkur eru á að nokkuð dragi úr krafti Ingridar áður en hún skellur á borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×