Erlent

Páfinn útskrifaður

Jóhannes Páll páfi II sneri í gær aftur til Vatíkansins eftir rúmlega tveggja vikna sjúkrahúslegu. Páfi, sem var barkaþræddur á dögunum, er á góðum batavegi og ávarpaði í gær pílagríma í fyrsta sinn eftir aðgerðina. Vonir eru bundnar við að páfi geti tekið þátt í athöfnum páskahátíðarinnar síðar í mánuðinum en talsmaður páfa segir það velta á hversu skjótur batinn verði. Páfi hefur þó krafist þess að flytja hina venjubundnu blessun Rómar og jarðarbúa í eigin persónu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×