Erlent

Áhlaup á bækisstöð skæruliða

Öryggissveitir í Sádi-Arabíu skutu mann til bana þegar þær gerðu áhlaup á hús þar sem talið var að skæruliðar ættu sér bækisstöð í borginni Jedda í morgun. Karlmaður var handtekinn og kona skotin til bana en samkvæmt fréttaskeytum var hún nágranni úr næsta húsi. Tæp vika er síðan bandarísk yfirvöld vöruðu við hættunni á hryðjuverkaárásum í Jedda og talið er að hryðjuverkamenn tengdir al-Qaida leggi á ráðin um árásir á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×