Erlent

Sauðfé notað í eiturlyfjasmygl

Hugmyndaflugi eiturlyfjasmyglara virðist fá takmörk sett. Lögreglumenn í suðausturhluta Írans fundu í dag tæplega 40 kíló af ópíumi í maga sauðfénaðs sem kom gangandi yfir landamærin frá Afganistan, en um var að ræða örfáar kindur og geitur. Að sögn talsmanns lögreglunnar hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en greinilegt sé að óprúttnir smyglarar hafi gert sér vonir um að koma fíkniefnunum á markað í Evrópu með því að nota þessa nýstárlegu aðferð. Ekki fylgir sögunni hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir burðardýrunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×