Fleiri fréttir 38 þúsund látnir á Srí Lanka Yfirvöld á Srí Lanka segja að meira en 38 þúsund manns hafi farist í landinu vegna hamfaranna á annan í jólum. Vel á áttunda þúsund hefur því bæst á lista falinna í landinu síðan í gær. Tala látinna vegna hamfaranna er nú komin yfir 175 þúsund og hækkar enn. 17.1.2005 00:01 Þrettán falla í árásum í Írak Að minnsta kosti þrettán féllu í valinn í tveimur árásum uppreisnarmanna í Írak í morgun. Rétt utan við borgina Bakúba létust sex írakskir hermenn þegar uppreisnarmenn réðust að bækistöð þeirra. Skömmu síðar létust að minnsta kosti sjö þegar bílsprengja sprakk við lögreglustöð í borginni Baiji. 17.1.2005 00:01 Zhao Zhiang látinn Zhao Zhiang, fyrrverandi leiðtogi kommúnista í Kína, lést í nótt 85 ára að aldri. Dánarorsökin hefur ekki verið gefin upp en að sögn fréttamiðla í Kína hafði leiðtoginn fyrrverandi þjáðst af hjartakvillum og öndunarfærasjúkdómum um skeið. Zhiang var í stofufangelsi í fimmtán ár eftir að honum hafði verið komið frá völdum í kjölfar byltingarinnar á Torgi hins himneska friðar árið 1989. 17.1.2005 00:01 Erfiðleikar vegna veðurs í BNA Gríðarleg ofankoma og hálka sem henni fylgir heldur áfram að valda íbúum víðs vegar um Bandaríkin erfiðleikum. Á laugardaginn urðu meira en hundrað árekstrar í norðvesturhluta Oregon vegna glerhálku og slæms skyggnis. Þá óku einnig fjölmargir ökumenn bílum sínum út af vegum vegna hálkunnar. 17.1.2005 00:01 140 slasast í lestarslysi Um 140 manns slösuðust, sumir lífshættulega, þegar troðfullri farþegalest var ekið á tóma flutningalest í neðanjarðarlestarkerfinu í Bangkok í Taílandi í morgun. Skelfing greip um sig meðal farþeganna sem ruddust út úr lestarvögnunum eftir áreksturinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en aðeins er hálft ár síðan lestarkerfið var tekið í notkun. 17.1.2005 00:01 Mengun getur aukið líkur á krabba Ný rannsókn hefur leitt í ljós að mengun getur aukið líkurnar á því að barn fái krabbamein. Svo virðist sem börn sem eru í mengandi umhverfi á meðan þau eru í móðurkviði séu líklegri til að látast úr krabbameini fyrir sextán ára aldur. 17.1.2005 00:01 Hvatt til aukinnar þróunaraðstoðar Ef ríkustu þjóðir heims tvöfölduðu þróunaraðstoð sína væri hægt að bjarga lífi 30 milljóna barna og koma í veg fyrir að 250 milljónir manna liðu hungur. Þetta kemur fram í nýrri og viðamikilli skýrslu um þróunarmál sem birt var á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag. 17.1.2005 00:01 Fyrirskipar aðgerðir gegn herskáum Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínu, hefur fyrirskipað palestínskum öryggissveitum að koma í veg fyrir árásir herskárra palestínskra samtaka á ísraelsk skotmörk. Þetta er stefnubreyting hjá palestínskum stjórnvöldum því hingað til hafa þau ekki gripið til aðgerða gegn hryðjuverkum heldur sagt að það sé ekki á þeirra valdi. 17.1.2005 00:01 Danir glaptir inn á lúxussjúkrahús Dæmi eru um að Danir, sem hafa legið hálfósjálfbjarga eftir slæmar byltur í Austurrísku-Ölpunum, láti glepjast af tilboðum björgunarmanna um að flytja þá á fyrsta flokks sjúkrahús til aðhlynningar. Danirnir og sjálfsagt fleiri þiggja þetta með þökkum en eru svo útskrifaðir með himinháa reikninga á bakinu. 17.1.2005 00:01 Frjálslyndir eina alvöruandstaðan Charles Kennedy, formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, hóf kosningabaráttuna með látum í dag þegar hann lýsti því yfir að Íhaldsflokkurinn væri ekki lengur aðalstjórnarandstöðuflokkurinn í landinu. Eina raunhæfa andstaðan við Verkamannaflokkinn væru frjálslyndir. 17.1.2005 00:01 Segir hættuna ekki mikla Dönsk yfirvöld hafa varað danska þegna við yfirvofandi hryðjuverkaárás í Aceh-héraði í Indónesíu. Íslenskur hjálparstarfsmaður í héraðinu segir hins vegar að það sé almennt mat manna að hættan sé ekki mikil. 17.1.2005 00:01 Forsætisráðherrar á hamfaraslóð Forsætisráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Finnlands eru nú á hamfarasvæðunum í Taílandi þar sem þeir hyggjast reyna að afla upplýsinga um afdrif fjölmargra landa sinna sem ýmist eru látnir eða saknað eftir að flóðbylgjan reið yfir landið fyrir rúmum þremur vikum. 17.1.2005 00:01 Dæmdir fyrir aðild að fjöldamorðum Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi í dag tvo fyrrverandi yfirmenn í her Bosníu-Serba í átján og níu ára fangelsi fyrir aðild sína að fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu árið 1995, en þar voru rúmlega 7.000 múslímar teknir af lífi. 17.1.2005 00:01 Bretar senda 650 hermenn til Íraks Bretar hafa sent 650 hermenn til viðbótar til Íraks til þess að reyna að efla öryggi í kringum kosningarnar sem haldnar verða í landinu í lok mánaðarins. Uppreisnarmenn hafa ítrekað gert árásir á her, lögreglu og almenning undanfarnar vikur og er talið að þeir reyni að koma í veg fyrir að kosið verði í landinu um mánaðamótin. 17.1.2005 00:01 Stærsta farþegavél sögunnar Airbus A380 farþegaflugvélin verður frumsýnd við hátíðlega athöfn í dag í Toulouse í Frakklandi og muna marka tímamót því hún er stærsta farþegaflugvél sögunnar. 17.1.2005 00:01 Danir vara við hættu Leiðtogi uppreisnarmanna í Aceh héraði, Indlandi segir að ekki verði ráðist gegn erlendum hjálparstarfsmönnum. Viðtalið kom í kjölfar viðvarana danskra yfirvalda í gær um yfirvofandi hættu á árás skæruliða. 17.1.2005 00:01 Herdómstól frestað Dómari ákvað í gær að fresta máli þriggja breskra hermanna sem ásakaðir hafa verið um að misþyrma föngum í Írak. 17.1.2005 00:01 Hugsa enn í mörkum Þremur árum eftir að Þjóðverjar skiptu úr þýskum mörkum í evrur, telur rúmur helmingur þeirra enn eftirsjá í gömlu myntinni, eftir því sem fram kemur í rannsókn sem birt var í Þýskalandi. 17.1.2005 00:01 Látinn eftir 15 ára þögn Zhao Ziyang, fyrrum leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, lést á mánudag 85 ára að aldri á sjúkrahúsi í Bejing. 17.1.2005 00:01 Menntun, atvinna og velferð Danskir sósíaldemókratar hafa hafið kosningabaráttu sína og lofa að skapa 50.000 ný störf á næsta kjörtímabili, fái þeir til þess umboð, og ætla að auka fjárveitingar til atvinnusköpunar um rúma 19 milljarða. 17.1.2005 00:01 Segir Bandaríkin undirbúa árás Bandarísk stjórnvöld undirbúa árás á Íran og bandarískar sérsveitir eru þegar að störfum í landinu. Einn reyndasti rannsóknarblaðamaður Bandaríkjanna, Seymour Hersh, heldur þessu fram í nýrri grein sem birtist í tímaritinu New Yorker. 17.1.2005 00:01 Rannsaka seinagang stjórnvalda Rannsókn er hafin á því hvort stjórnvöld í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi hafi verið of sein að bregðast við hamfarafregnunum frá Indlandshafi. Forsætisráðherrar landanna þriggja hafa í það minnsta tekið við sér núna, en þeir eru allir staddir í heimsókn í Taílandi. 17.1.2005 00:01 Komi í veg fyrir árásir á Ísrael Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, fyrirskipaði palestínskum öryggissveitum í gær að reyna að koma í veg fyrir árásir á Ísrael. Hann fyrirskipaði þeim einnig að rannsaka skotárásina á Gaza í síðustu viku sem kostaði sex ísraelska verkamenn lífið. 17.1.2005 00:01 Á þriðja tug myrtir í Írak Á þriðja tug manna létust í árásum vígamanna í Írak í gær. Ofbeldisverk vígamanna eru nú í algleymingi, tæpum tveimur vikum áður en Írakar ganga að kjörborðinu og velja stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá Íraks og skipar bráðabirgðastjórn fram að nýjum kosningum. 17.1.2005 00:01 Stjórnvöld treg í taumi Spænska ríkisstjórnin segist ekki ráðast í neinar viðræður við aðskilnaðarsinnaða Baska fyrr en uppreisnarhreyfing ETA hættir vopnaðri baráttu sinni og lætur vopn sín af hendi. Þannig svöruðu stjórnvöld umleitunum ETA og stjórnmálaarms þeirra, Batasuna, um viðræður. 17.1.2005 00:01 Tugþúsundir í verkfallshug Viðbúið er að verkföll hafi mikil áhrif á franskt þjóðfélag í vikunni. Lestarstarfsmenn hófu verkfall á miðnætti síðustu nótt og hyggjast ekki snúa aftur til starfa fyrr en á fimmtudagsmorgun. Með þessu vilja þeir mótmæla áformum um að segja upp 3.500 starfsmönnum. Stjórn frönsku járnbrautanna kemur saman á morgun og fjallar um uppsagnirnar. 17.1.2005 00:01 Leita beina Kólumbusar Spænskir vísindamenn sem reyna að leysa ráðgátuna um hvar bein Kristófers Kólumbusar eru grafin hafa orðið sér úti um leyfi til að grafa upp líkamsleifar í Dóminíkanska lýðveldinu. Grunur leikur á um að bein Kólumbusar séu grafin þar en ekki á Spáni. 17.1.2005 00:01 Íhuga að banna hakakrossinn Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, íhugar að banna notkun hakakrossins, tákn þýskra nasista í tíð Adolfs Hitlers. Frattini sagðist reiðubúinn að taka málið upp á fundi framkvæmdastjórnarinnar í næstu viku. Verði bannið sett gildir það í öllum 25 ríkjum Evrópusambandsins. 17.1.2005 00:01 ETA vill friðarviðræður ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, segjast reiðubúin að hefja friðarviðræður við ríkisstjórn Spánar. Í dagblaðinu <em>Gara</em> sem gefið er út í Baska-héraði birtist í dag yfirlýsing frá ETA þar sem þetta kemur fram. Það er hins vegar ekkert minnst á hvort samtökin hafi í hyggju að leggja niður vopn eins og spænska stjórnin hefur sett sem skilyrði fyrir friðarviðræðum. 16.1.2005 00:01 Hvers vegna dýrin lifðu af flóðin Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna öll villt dýr á Srí Lanka lifðu af flóðbylgjurnar í Suðaustur-Asíu. 16.1.2005 00:01 Ísraelsmenn herða aðgerðir Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrir ríkisstjórnarfund í morgun að aðgerðir gegn herskáum Palestínumönnum yrðu hertar til muna á næstunni í kjölfar árása síðustu daga. Sagði hann að herinn hefði leyfi til að nota allar aðferðir. 16.1.2005 00:01 Tíu ára fangelsi fyrir pyntingar Bandaríski herlögreglumaðurinn Charles Graner var í gærkvöldi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir pyntingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. 16.1.2005 00:01 81 meintur talíbani látinn laus Bandaríski herinn í Afganistan hefur látið lausan áttatíu og einn fanga í Bagram, norður af Kabúl, að sögn talsmanns hæstaréttar þar í landi. Mennirnir fá föt og verða svo sendir heim. Mennirnir eru meðal mörg hundruð meintra talíbana sem handteknir voru síðla árs 2001 og gefið að sök að leyna verustað Osama bin Ladens. 16.1.2005 00:01 Austurströndin nánast horfin Gríðarleg eyðilegging og oft og tíðum grimmdarleg örlög er meðal þess sem Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur orðið vitni að á Srí Lanka undanfarna sólarhringa. Á vesturströndinni eru ferðamannastaðirnir, sem gáfu þeim bestu sem Íslendingar þekkja ekkert eftir, nánast í rúst. 16.1.2005 00:01 58 særðir eftir sprengingu Að minnsta kosti einn lést og 58 særðust í sprengingu fyrir utan veitingastað í Suður-Taílandi í morgun. Sex börn hið minnsta eru á meðal særðra. Talið er að íslömsk aðskilnaðarsamtök í suðurhéruðum landsins séu ábyrg fyrir ódæðinu en blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í héruðunum frá því snemma á síðasta ári. 16.1.2005 00:01 Þakka taílensku þjóðinni Forsætisráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hittu í dag ýmsa ráðamenn Taílands, þ.á m. forsætisráðherra landsins og kónginn, til að þakka þjóðinni fyrir hennar þátt í að bjarga og hlúa að þeim Svíum, Norðmönnum og Finnum sem lentu í og áttu um sárt að binda eftir flóðin við Indlandshaf á dögunum. 16.1.2005 00:01 Mandela til liðs við Breta Nelson Mandela mun taka þátt í svokallaðri Marshall-aðstoð Breta sem felst í að vinna gegn fátækt og skuldasöfnun fátækustu ríkja Afríku. Hann tilkynnti þetta eftir að fund sinn með Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í Suður-Afríku í dag. Leiðtoginn mun meðal annars taka þátt í ráðstefnu í tengslum við verkefnið í Lundúnum í næsta mánuði. 16.1.2005 00:01 Komin á staðinn í huganum Átta manna hópur Íslendinga, sem var á Phatong-ströndinni í Taílandi þegar flóðbylgjan reið yfir, er kominn til Íslands. 16.1.2005 00:01 Þakklát að vera á lífi Íslendingarnir átta sem voru í mánuð í Taílandi komu heim um helgina. Ein úr hópnum, Margrét Þorvaldsdóttir, segir að það hafi verið hryllilegt að upplifa flóðið og skelfingarnar sem á eftir fylgdu. 16.1.2005 00:01 Sum þorp enn án hjálpar Neyðarhjálp nær ekki til afskekktra þorpa á Srí Lanka þar sem stjórnvöld og hjálparstofnanir forgangsraða aðstoðinni. Nálykt liggur enn í loftinu í þorpi nálægt höfuðborginni þar sem 1400 manns fórust í járnbrautarlest sem fór á kaf í flóðunum annan í jólum. 16.1.2005 00:01 Bandaríkin láti af pyntingum Forystumaður kúvæsks þrýstihóps um lausn fanga Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu hvatti í gær Bandaríkjamenn til að láta af pyntingum fanga. Ummælin koma í kjölfar þess að 11 Kúveitar sem þar voru í haldi voru sendir heim. 16.1.2005 00:01 Fangar látnir lausir Bandaríkjaher lét í gær lausa um 80 fanga sem haldið hafði verið í Afganistan. Lausn fanganna er talin geta liðkað til í samskiptum við Talíbana í landinu, en bæði Hamid Karzai, forseta landsins, og Bandaríkjaher er mikið í mun að draga úr óeirðum í landinu. 16.1.2005 00:01 10 ár fyrir pyntingar Herdómstóll í Texas í Bandaríkjunum dæmdi um helgina Charles Graner, liðþjálfa í Bandaríkjaher, í 10 ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir pyntingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. 16.1.2005 00:01 Elsta konan sem eignast hefur barn Adriana Iliescu, 66 ára gömul rúmensk kona, eignaðist í gær stúlkubarn og er þar með elsta konan til að ganga með og eignast lifandi barn. Tvíburasystir stúlkunnar var andvana fædd, að sögn lækna á Giulesti-fæðingarsjúkrahúsinu í Búkarest. 16.1.2005 00:01 Óperuhús vígt í Kaupmannahöfn Óperuhúsið í Kaupmannahöfn var opnað við hátíðlega athöfn í gærkvöld að viðstöddum fjórtán hundruð gestum. Bygging hússins tók þrjú ár og kostaði sem nemur þrjátíu milljörðum íslenskra króna. 16.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
38 þúsund látnir á Srí Lanka Yfirvöld á Srí Lanka segja að meira en 38 þúsund manns hafi farist í landinu vegna hamfaranna á annan í jólum. Vel á áttunda þúsund hefur því bæst á lista falinna í landinu síðan í gær. Tala látinna vegna hamfaranna er nú komin yfir 175 þúsund og hækkar enn. 17.1.2005 00:01
Þrettán falla í árásum í Írak Að minnsta kosti þrettán féllu í valinn í tveimur árásum uppreisnarmanna í Írak í morgun. Rétt utan við borgina Bakúba létust sex írakskir hermenn þegar uppreisnarmenn réðust að bækistöð þeirra. Skömmu síðar létust að minnsta kosti sjö þegar bílsprengja sprakk við lögreglustöð í borginni Baiji. 17.1.2005 00:01
Zhao Zhiang látinn Zhao Zhiang, fyrrverandi leiðtogi kommúnista í Kína, lést í nótt 85 ára að aldri. Dánarorsökin hefur ekki verið gefin upp en að sögn fréttamiðla í Kína hafði leiðtoginn fyrrverandi þjáðst af hjartakvillum og öndunarfærasjúkdómum um skeið. Zhiang var í stofufangelsi í fimmtán ár eftir að honum hafði verið komið frá völdum í kjölfar byltingarinnar á Torgi hins himneska friðar árið 1989. 17.1.2005 00:01
Erfiðleikar vegna veðurs í BNA Gríðarleg ofankoma og hálka sem henni fylgir heldur áfram að valda íbúum víðs vegar um Bandaríkin erfiðleikum. Á laugardaginn urðu meira en hundrað árekstrar í norðvesturhluta Oregon vegna glerhálku og slæms skyggnis. Þá óku einnig fjölmargir ökumenn bílum sínum út af vegum vegna hálkunnar. 17.1.2005 00:01
140 slasast í lestarslysi Um 140 manns slösuðust, sumir lífshættulega, þegar troðfullri farþegalest var ekið á tóma flutningalest í neðanjarðarlestarkerfinu í Bangkok í Taílandi í morgun. Skelfing greip um sig meðal farþeganna sem ruddust út úr lestarvögnunum eftir áreksturinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en aðeins er hálft ár síðan lestarkerfið var tekið í notkun. 17.1.2005 00:01
Mengun getur aukið líkur á krabba Ný rannsókn hefur leitt í ljós að mengun getur aukið líkurnar á því að barn fái krabbamein. Svo virðist sem börn sem eru í mengandi umhverfi á meðan þau eru í móðurkviði séu líklegri til að látast úr krabbameini fyrir sextán ára aldur. 17.1.2005 00:01
Hvatt til aukinnar þróunaraðstoðar Ef ríkustu þjóðir heims tvöfölduðu þróunaraðstoð sína væri hægt að bjarga lífi 30 milljóna barna og koma í veg fyrir að 250 milljónir manna liðu hungur. Þetta kemur fram í nýrri og viðamikilli skýrslu um þróunarmál sem birt var á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag. 17.1.2005 00:01
Fyrirskipar aðgerðir gegn herskáum Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínu, hefur fyrirskipað palestínskum öryggissveitum að koma í veg fyrir árásir herskárra palestínskra samtaka á ísraelsk skotmörk. Þetta er stefnubreyting hjá palestínskum stjórnvöldum því hingað til hafa þau ekki gripið til aðgerða gegn hryðjuverkum heldur sagt að það sé ekki á þeirra valdi. 17.1.2005 00:01
Danir glaptir inn á lúxussjúkrahús Dæmi eru um að Danir, sem hafa legið hálfósjálfbjarga eftir slæmar byltur í Austurrísku-Ölpunum, láti glepjast af tilboðum björgunarmanna um að flytja þá á fyrsta flokks sjúkrahús til aðhlynningar. Danirnir og sjálfsagt fleiri þiggja þetta með þökkum en eru svo útskrifaðir með himinháa reikninga á bakinu. 17.1.2005 00:01
Frjálslyndir eina alvöruandstaðan Charles Kennedy, formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, hóf kosningabaráttuna með látum í dag þegar hann lýsti því yfir að Íhaldsflokkurinn væri ekki lengur aðalstjórnarandstöðuflokkurinn í landinu. Eina raunhæfa andstaðan við Verkamannaflokkinn væru frjálslyndir. 17.1.2005 00:01
Segir hættuna ekki mikla Dönsk yfirvöld hafa varað danska þegna við yfirvofandi hryðjuverkaárás í Aceh-héraði í Indónesíu. Íslenskur hjálparstarfsmaður í héraðinu segir hins vegar að það sé almennt mat manna að hættan sé ekki mikil. 17.1.2005 00:01
Forsætisráðherrar á hamfaraslóð Forsætisráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Finnlands eru nú á hamfarasvæðunum í Taílandi þar sem þeir hyggjast reyna að afla upplýsinga um afdrif fjölmargra landa sinna sem ýmist eru látnir eða saknað eftir að flóðbylgjan reið yfir landið fyrir rúmum þremur vikum. 17.1.2005 00:01
Dæmdir fyrir aðild að fjöldamorðum Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi í dag tvo fyrrverandi yfirmenn í her Bosníu-Serba í átján og níu ára fangelsi fyrir aðild sína að fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu árið 1995, en þar voru rúmlega 7.000 múslímar teknir af lífi. 17.1.2005 00:01
Bretar senda 650 hermenn til Íraks Bretar hafa sent 650 hermenn til viðbótar til Íraks til þess að reyna að efla öryggi í kringum kosningarnar sem haldnar verða í landinu í lok mánaðarins. Uppreisnarmenn hafa ítrekað gert árásir á her, lögreglu og almenning undanfarnar vikur og er talið að þeir reyni að koma í veg fyrir að kosið verði í landinu um mánaðamótin. 17.1.2005 00:01
Stærsta farþegavél sögunnar Airbus A380 farþegaflugvélin verður frumsýnd við hátíðlega athöfn í dag í Toulouse í Frakklandi og muna marka tímamót því hún er stærsta farþegaflugvél sögunnar. 17.1.2005 00:01
Danir vara við hættu Leiðtogi uppreisnarmanna í Aceh héraði, Indlandi segir að ekki verði ráðist gegn erlendum hjálparstarfsmönnum. Viðtalið kom í kjölfar viðvarana danskra yfirvalda í gær um yfirvofandi hættu á árás skæruliða. 17.1.2005 00:01
Herdómstól frestað Dómari ákvað í gær að fresta máli þriggja breskra hermanna sem ásakaðir hafa verið um að misþyrma föngum í Írak. 17.1.2005 00:01
Hugsa enn í mörkum Þremur árum eftir að Þjóðverjar skiptu úr þýskum mörkum í evrur, telur rúmur helmingur þeirra enn eftirsjá í gömlu myntinni, eftir því sem fram kemur í rannsókn sem birt var í Þýskalandi. 17.1.2005 00:01
Látinn eftir 15 ára þögn Zhao Ziyang, fyrrum leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, lést á mánudag 85 ára að aldri á sjúkrahúsi í Bejing. 17.1.2005 00:01
Menntun, atvinna og velferð Danskir sósíaldemókratar hafa hafið kosningabaráttu sína og lofa að skapa 50.000 ný störf á næsta kjörtímabili, fái þeir til þess umboð, og ætla að auka fjárveitingar til atvinnusköpunar um rúma 19 milljarða. 17.1.2005 00:01
Segir Bandaríkin undirbúa árás Bandarísk stjórnvöld undirbúa árás á Íran og bandarískar sérsveitir eru þegar að störfum í landinu. Einn reyndasti rannsóknarblaðamaður Bandaríkjanna, Seymour Hersh, heldur þessu fram í nýrri grein sem birtist í tímaritinu New Yorker. 17.1.2005 00:01
Rannsaka seinagang stjórnvalda Rannsókn er hafin á því hvort stjórnvöld í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi hafi verið of sein að bregðast við hamfarafregnunum frá Indlandshafi. Forsætisráðherrar landanna þriggja hafa í það minnsta tekið við sér núna, en þeir eru allir staddir í heimsókn í Taílandi. 17.1.2005 00:01
Komi í veg fyrir árásir á Ísrael Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, fyrirskipaði palestínskum öryggissveitum í gær að reyna að koma í veg fyrir árásir á Ísrael. Hann fyrirskipaði þeim einnig að rannsaka skotárásina á Gaza í síðustu viku sem kostaði sex ísraelska verkamenn lífið. 17.1.2005 00:01
Á þriðja tug myrtir í Írak Á þriðja tug manna létust í árásum vígamanna í Írak í gær. Ofbeldisverk vígamanna eru nú í algleymingi, tæpum tveimur vikum áður en Írakar ganga að kjörborðinu og velja stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá Íraks og skipar bráðabirgðastjórn fram að nýjum kosningum. 17.1.2005 00:01
Stjórnvöld treg í taumi Spænska ríkisstjórnin segist ekki ráðast í neinar viðræður við aðskilnaðarsinnaða Baska fyrr en uppreisnarhreyfing ETA hættir vopnaðri baráttu sinni og lætur vopn sín af hendi. Þannig svöruðu stjórnvöld umleitunum ETA og stjórnmálaarms þeirra, Batasuna, um viðræður. 17.1.2005 00:01
Tugþúsundir í verkfallshug Viðbúið er að verkföll hafi mikil áhrif á franskt þjóðfélag í vikunni. Lestarstarfsmenn hófu verkfall á miðnætti síðustu nótt og hyggjast ekki snúa aftur til starfa fyrr en á fimmtudagsmorgun. Með þessu vilja þeir mótmæla áformum um að segja upp 3.500 starfsmönnum. Stjórn frönsku járnbrautanna kemur saman á morgun og fjallar um uppsagnirnar. 17.1.2005 00:01
Leita beina Kólumbusar Spænskir vísindamenn sem reyna að leysa ráðgátuna um hvar bein Kristófers Kólumbusar eru grafin hafa orðið sér úti um leyfi til að grafa upp líkamsleifar í Dóminíkanska lýðveldinu. Grunur leikur á um að bein Kólumbusar séu grafin þar en ekki á Spáni. 17.1.2005 00:01
Íhuga að banna hakakrossinn Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, íhugar að banna notkun hakakrossins, tákn þýskra nasista í tíð Adolfs Hitlers. Frattini sagðist reiðubúinn að taka málið upp á fundi framkvæmdastjórnarinnar í næstu viku. Verði bannið sett gildir það í öllum 25 ríkjum Evrópusambandsins. 17.1.2005 00:01
ETA vill friðarviðræður ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, segjast reiðubúin að hefja friðarviðræður við ríkisstjórn Spánar. Í dagblaðinu <em>Gara</em> sem gefið er út í Baska-héraði birtist í dag yfirlýsing frá ETA þar sem þetta kemur fram. Það er hins vegar ekkert minnst á hvort samtökin hafi í hyggju að leggja niður vopn eins og spænska stjórnin hefur sett sem skilyrði fyrir friðarviðræðum. 16.1.2005 00:01
Hvers vegna dýrin lifðu af flóðin Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna öll villt dýr á Srí Lanka lifðu af flóðbylgjurnar í Suðaustur-Asíu. 16.1.2005 00:01
Ísraelsmenn herða aðgerðir Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrir ríkisstjórnarfund í morgun að aðgerðir gegn herskáum Palestínumönnum yrðu hertar til muna á næstunni í kjölfar árása síðustu daga. Sagði hann að herinn hefði leyfi til að nota allar aðferðir. 16.1.2005 00:01
Tíu ára fangelsi fyrir pyntingar Bandaríski herlögreglumaðurinn Charles Graner var í gærkvöldi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir pyntingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. 16.1.2005 00:01
81 meintur talíbani látinn laus Bandaríski herinn í Afganistan hefur látið lausan áttatíu og einn fanga í Bagram, norður af Kabúl, að sögn talsmanns hæstaréttar þar í landi. Mennirnir fá föt og verða svo sendir heim. Mennirnir eru meðal mörg hundruð meintra talíbana sem handteknir voru síðla árs 2001 og gefið að sök að leyna verustað Osama bin Ladens. 16.1.2005 00:01
Austurströndin nánast horfin Gríðarleg eyðilegging og oft og tíðum grimmdarleg örlög er meðal þess sem Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur orðið vitni að á Srí Lanka undanfarna sólarhringa. Á vesturströndinni eru ferðamannastaðirnir, sem gáfu þeim bestu sem Íslendingar þekkja ekkert eftir, nánast í rúst. 16.1.2005 00:01
58 særðir eftir sprengingu Að minnsta kosti einn lést og 58 særðust í sprengingu fyrir utan veitingastað í Suður-Taílandi í morgun. Sex börn hið minnsta eru á meðal særðra. Talið er að íslömsk aðskilnaðarsamtök í suðurhéruðum landsins séu ábyrg fyrir ódæðinu en blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í héruðunum frá því snemma á síðasta ári. 16.1.2005 00:01
Þakka taílensku þjóðinni Forsætisráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hittu í dag ýmsa ráðamenn Taílands, þ.á m. forsætisráðherra landsins og kónginn, til að þakka þjóðinni fyrir hennar þátt í að bjarga og hlúa að þeim Svíum, Norðmönnum og Finnum sem lentu í og áttu um sárt að binda eftir flóðin við Indlandshaf á dögunum. 16.1.2005 00:01
Mandela til liðs við Breta Nelson Mandela mun taka þátt í svokallaðri Marshall-aðstoð Breta sem felst í að vinna gegn fátækt og skuldasöfnun fátækustu ríkja Afríku. Hann tilkynnti þetta eftir að fund sinn með Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í Suður-Afríku í dag. Leiðtoginn mun meðal annars taka þátt í ráðstefnu í tengslum við verkefnið í Lundúnum í næsta mánuði. 16.1.2005 00:01
Komin á staðinn í huganum Átta manna hópur Íslendinga, sem var á Phatong-ströndinni í Taílandi þegar flóðbylgjan reið yfir, er kominn til Íslands. 16.1.2005 00:01
Þakklát að vera á lífi Íslendingarnir átta sem voru í mánuð í Taílandi komu heim um helgina. Ein úr hópnum, Margrét Þorvaldsdóttir, segir að það hafi verið hryllilegt að upplifa flóðið og skelfingarnar sem á eftir fylgdu. 16.1.2005 00:01
Sum þorp enn án hjálpar Neyðarhjálp nær ekki til afskekktra þorpa á Srí Lanka þar sem stjórnvöld og hjálparstofnanir forgangsraða aðstoðinni. Nálykt liggur enn í loftinu í þorpi nálægt höfuðborginni þar sem 1400 manns fórust í járnbrautarlest sem fór á kaf í flóðunum annan í jólum. 16.1.2005 00:01
Bandaríkin láti af pyntingum Forystumaður kúvæsks þrýstihóps um lausn fanga Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu hvatti í gær Bandaríkjamenn til að láta af pyntingum fanga. Ummælin koma í kjölfar þess að 11 Kúveitar sem þar voru í haldi voru sendir heim. 16.1.2005 00:01
Fangar látnir lausir Bandaríkjaher lét í gær lausa um 80 fanga sem haldið hafði verið í Afganistan. Lausn fanganna er talin geta liðkað til í samskiptum við Talíbana í landinu, en bæði Hamid Karzai, forseta landsins, og Bandaríkjaher er mikið í mun að draga úr óeirðum í landinu. 16.1.2005 00:01
10 ár fyrir pyntingar Herdómstóll í Texas í Bandaríkjunum dæmdi um helgina Charles Graner, liðþjálfa í Bandaríkjaher, í 10 ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir pyntingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. 16.1.2005 00:01
Elsta konan sem eignast hefur barn Adriana Iliescu, 66 ára gömul rúmensk kona, eignaðist í gær stúlkubarn og er þar með elsta konan til að ganga með og eignast lifandi barn. Tvíburasystir stúlkunnar var andvana fædd, að sögn lækna á Giulesti-fæðingarsjúkrahúsinu í Búkarest. 16.1.2005 00:01
Óperuhús vígt í Kaupmannahöfn Óperuhúsið í Kaupmannahöfn var opnað við hátíðlega athöfn í gærkvöld að viðstöddum fjórtán hundruð gestum. Bygging hússins tók þrjú ár og kostaði sem nemur þrjátíu milljörðum íslenskra króna. 16.1.2005 00:01