Erlent

81 meintur talíbani látinn laus

Bandaríski herinn í Afganistan hefur látið lausan áttatíu og einn fanga í Bagram, norður af Kabúl, að sögn talsmanns hæstaréttar þar í landi. Mennirnir fá föt og verða svo sendir heim. Mennirnir eru meðal mörg hundruð meintra talíbana sem handteknir voru síðla árs 2001 og gefið að sök að leyna verustað Osama bin Ladens. Enn eru fjögur hundruð meintra talíbana í haldi að sögn talsmannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×