Erlent

Ísraelsmenn herða aðgerðir

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrir ríkisstjórnarfund í morgun að aðgerðir gegn herskáum Palestínumönnum yrðu hertar til muna á næstunni í kjölfar árása síðustu daga. Sagði hann að herinn hefði leyfi til að nota allar aðferðir. Sharon sagði að nýr forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sem tók við embætti í gær, hefði ekki sýnt neina viðleitni til að stöðva herskáa landa sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×