Erlent

Austurströndin nánast horfin

Gríðarleg eyðilegging og oft og tíðum grimmdarleg örlög er meðal þess sem Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur orðið vitni að á Srí Lanka undanfarna sólarhringa. Á vesturströndinni eru ferðamannastaðirnir, sem gáfu þeim bestu sem Íslendingar þekkja ekkert eftir, nánast í rúst. Austurströndin, sem er mun vanþróaðri, er nánast horfin. Fjórir af hverjum tíu sem fórust á Srí Lanka voru börn. Önnur eru munaðarlaus og þeirra bíður óviss framtíð. Fyrsta fréttin í röð frétta af ferðalagi Ingólfs Bjarna verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×