Erlent

Komin á staðinn í huganum

Átta manna hópur Íslendinga, sem var á Phatong-ströndinni í Taílandi þegar flóðbylgjan reið yfir, er kominn til Íslands. Margrét Þorvaldsdóttir segist varla trúa því að hafa verið svona nálægt hamförunum. Hópurinn ákvað að halda ferðalaginu áfram en færði sig norðar í landið eftir tæpa viku á hamfarasvæðinu. "Okkur leið betur þegar við vorum komin burt en maður er oft kominn á staðinn í huganum," segir hún. Íslendingarnir hafa rætt atburðina og á heimleiðinni kom upp sú hugmynd að fá áfallahjálp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×