Erlent

Frjálslyndir eina alvöruandstaðan

Charles Kennedy, formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, hóf kosningabaráttuna með látum í dag þegar hann lýsti því yfir að Íhaldsflokkurinn væri ekki lengur aðalstjórnarandstöðuflokkurinn í landinu. Eina raunhæfa andstaðan við Verkamannaflokkinn væru frjálslyndir. Íhaldsflokkurinn notaði einnig daginn í dag til að kynna sín kosningaloforð. Gengið verður til þingkosninga í Bretlandi í maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×