Erlent

ETA vill friðarviðræður

ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, segjast reiðubúin að hefja friðarviðræður við ríkisstjórn Spánar. Í dagblaðinu Gara sem gefið er út í Baska-héraði birtist í dag yfirlýsing frá ETA þar sem þetta kemur fram. Það er hins vegar ekkert minnst á hvort samtökin hafi í hyggju að leggja niður vopn eins og spænska stjórnin hefur sett sem skilyrði fyrir friðarviðræðum. Meira en 800 manns hafa fallið í árásum ETA síðan árið 1968 en samtökin berjast fyrir sjálfstæði Baska-héraðs sem er á Norður-Spáni og Suðvestur-Frakklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×