Erlent

Þrettán falla í árásum í Írak

Að minnsta kosti þrettán féllu í valinn í tveimur árásum uppreisnarmanna í Írak í morgun. Rétt utan við borgina Bakúba létust sex írakskir hermenn þegar uppreisnarmenn réðust að bækistöð þeirra. Skömmu síðar létust að minnsta kosti sjö þegar bílsprengja sprakk við lögreglustöð í borginni Baiji. Mjög líklegt er að tala látinna hækki þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×