Erlent

Bandaríkin láti af pyntingum

Forystumaður kúvæsks þrýstihóps um lausn fanga Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu hvatti í gær Bandaríkjamenn til að láta af pyntingum fanga. Ummælin koma í kjölfar þess að 11 Kúveitar sem þar voru í haldi voru sendir heim. Einn mannanna, hinn 27 ára gamli Nasser al-Mutairi, hitti yngri bróður sinn stundarkorn á flugvelli í Kúvæt en var síðan fluttur í varðhald þar í landi til yfirheyrslu um veru hans og handtöku í Afganistan. Óljóst er hvenær honum verður sleppt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×