Erlent

Danir glaptir inn á lúxussjúkrahús

Dæmi eru um að Danir, sem hafa legið hálfósjálfbjarga eftir slæmar byltur í Austurrísku-Ölpunum, láti glepjast af tilboðum björgunarmanna um að flytja þá á fyrsta flokks sjúkrahús til aðhlynningar. Danirnir og sjálfsagt fleiri þiggja þetta með þökkum en eru svo útskrifaðir með himinháa reikninga á bakinu. Og það sem verra er, dönsku tryggingafélögin neita að greiða fyrir legu á slíkum lúxuseinkasjúkrahúsum og sitja nú nokkrir Danir uppi með reikninga upp á hátt á aðra milljón íslenskra króna fyrir eina byltu í Austurrísku-Ölpunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×