Erlent

Fyrirskipar aðgerðir gegn herskáum

Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínu, hefur fyrirskipað palestínskum öryggissveitum að koma í veg fyrir árásir herskárra palestínskra samtaka á ísraelsk skotmörk. Þetta er stefnubreyting hjá palestínskum stjórnvöldum því hingað til hafa þau ekki gripið til aðgerða gegn hryðjuverkum heldur sagt að það sé ekki á þeirra valdi. Abbas hefur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að stöðva uppreisn Palestínumanna og koma á friðarviðræðum við Ísraelsstjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×