Erlent

Fangar látnir lausir

Bandaríkjaher lét í gær lausa um 80 fanga sem haldið hafði verið í Afganistan. Lausn fanganna er talin geta liðkað til í samskiptum við Talíbana í landinu, en bæði Hamid Karzai, forseta landsins, og Bandaríkjaher er mikið í mun að draga úr óeirðum í landinu. Mennirnir sem sleppt var voru fluttir í tveimur rútum frá herstöð í Bagram til hæstaréttar landsins í höfuðborginni, Kabúl. Þar sagði forseti dómsins mönnunum að vera þakklátir fyrir að fá að fara heim til fjölskyldna sinna áður en Eid al-Adha hátíðin hefst 20. janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×