Erlent

58 særðir eftir sprengingu

Að minnsta kosti einn lést og 58 særðust í sprengingu fyrir utan veitingastað í Suður-Taílandi í morgun. Sex börn hið minnsta eru á meðal særðra. Talið er að íslömsk aðskilnaðarsamtök í suðurhéruðum landsins séu ábyrg fyrir ódæðinu en blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í héruðunum frá því snemma á síðasta ári á milli aðskilnaðarsinna og stjórnarhersins í Taílandi. Um 500 manns hafa látist í bardögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×