Erlent

Leita beina Kólumbusar

Spænskir vísindamenn sem reyna að leysa ráðgátuna um hvar bein Kristófers Kólumbusar eru grafin hafa orðið sér úti um leyfi til að grafa upp líkamsleifar í Dóminíkanska lýðveldinu. Grunur leikur á um að bein Kólumbusar séu grafin þar en ekki á Spáni. Spænsk stjórnvöld segja bein Kólumbusar grafin í dómkirkju í Sevilla. Dóminíkönsk stjórnvöld segja réttu beinin hins vegar í minnisvarða um Kólumbus í Dóminíkanska lýðveldinu. Vísindamennirnir ætla að athuga hvort finna megi DNA í beinunum í Dóminíkanska lýðveldinu og bera það saman við afkomendur hans og bein bróður hans og sonar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×