Erlent

Hugsa enn í mörkum

Þremur árum eftir að Þjóðverjar skiptu úr þýskum mörkum í evrur, telur rúmur helmingur þeirra enn eftirsjá í gömlu myntinni, eftir því sem fram kemur í rannsókn sem birt var í Þýskalandi. Um 59 prósent Þjóðverja myndu taka þýsku mörkunum aftur fegins hendi. Aðeins fleiri, eða 61 prósent eru óánægðir með nýju myntina. Einnig kom fram að 68 prósent Þjóðverja umreikna enn verð í mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×