Erlent

Dæmdir fyrir aðild að fjöldamorðum

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag í dag dæmdi tvo fyrrverandi yfirmenn í her Bosníu-Serba í átján og níu ára fangelsi fyrir aðild sína að fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu árið 1995, en þar voru rúmlega 7.000 múslímar teknir af lífi. Vidoje Blagojevic var sakfelldur fyrir aðild að þjóðarmorði og hlaut átján ára dóm en Dragan Jokic var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×