Erlent

Erfiðleikar vegna veðurs í BNA

Gríðarleg ofankoma og hálka sem henni fylgir heldur áfram að valda íbúum víðs vegar um Bandaríkin erfiðleikum. Á laugardaginn urðu meira en hundrað árekstrar í norðvesturhluta Oregon vegna glerhálku og slæms skyggnis. Þá óku einnig fjölmargir ökumenn bílum sínum út af vegum vegna hálkunnar. Í gær urðu þrettán árekstrar á svæðinu, en þá hafði heldur dregið úr ofankomunni. Í Cincinatti og Ohio hefur einnig orðið hrina árekstra vegna veðurhamsins og víðar í Oregon-fylki hefur kuldinn og hálkan sett strik í reikninginn. Þá hefur einnig verið varað við því að ár í Ohio kunni að flæða yfir bakka sína í dag þegar spáð er hlýnandi veðri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×