Erlent

10 ár fyrir pyntingar

Herdómstóll í Texas í Bandaríkjunum dæmdi um helgina Charles Graner, liðþjálfa í Bandaríkjaher, í 10 ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir pyntingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Graner var einn af þeim sem frægir urðu þegar birtust af honum ljósmyndir skælbrosandi innan um nakta fanga fangelsisins. Hann játaði að hafa fyrirskipað pyntingar, en kvaðst ekki hafa haft af þeim ánægju. Graner var talinn forsprakki fangavarðanna sem pyntingarnar stunduðu. "Það geisar stríð og slæmir hlutir gerast," sagði hann eftir uppkvaðningu dómsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×