Erlent

Menntun, atvinna og velferð

Danskir sósíaldemókratar hafa hafið kosningabaráttu sína og lofa að skapa 50.000 ný störf á næsta kjörtímabili, fái þeir til þess umboð, og ætla að auka fjárveitingar til atvinnusköpunar um rúma 19 milljarða. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar Mogens Lykketoft, formaður flokksins kynnti stefnuskrána "Made in Denmark" í gær. Hann gagnrýndi núverandi stjórn harðlega fyrir að 40.000 störf á almennum markaði hafa tapast síðan skipt var um ríkisstjórn í nóvember 2001. Þeir málaflokkar sem flokkurinn leggur áherslu á eru menntamál, aukin atvinna og velferð fyrir alla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×