Erlent

Stjórnvöld treg í taumi

Spænska ríkisstjórnin segist ekki ráðast í neinar viðræður við aðskilnaðarsinnaða Baska fyrr en uppreisnarhreyfing ETA hættir vopnaðri baráttu sinni og lætur vopn sín af hendi. Þannig svöruðu stjórnvöld umleitunum ETA og stjórnmálaarms þeirra, Batasuna, um viðræður. Leiðtogar Batasuna lögðu til að þeir ræddu við spænsk stjórnvöld um friðarsamkomulag en að fulltrúar ETA semdu á sama tíma um önnur mál, svo sem lausn ETA-liða úr spænskum og frönskum fangelsum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×