Erlent

Hvatt til aukinnar þróunaraðstoðar

Ef ríkustu þjóðir heims tvöfölduðu þróunaraðstoð sína væri hægt að bjarga lífi 30 milljóna barna og koma í veg fyrir að 250 milljónir manna liðu hungur. Þetta kemur fram í nýrri og viðamikilli skýrslu um þróunarmál sem birt var á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram margar nýjar hugmyndir um það hvernig bæta megi ástandið í þriðja heiminum, þar á meðal að dreifa ókeypis malaríunetum og bjóða skólabörnum upp á ókeypis hádegisverð. Mælt er með því að fátækustu þjóðir heims endurskoði forgangsröð sína og setji til dæmis á oddinn að afnema skólagjöld. Á hinn bóginn ættu ríkustu þjóðir heims að gefa eftir skuldir og auka viðskipti við lönd þriðja heimsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×