Erlent

Ókvæðisorð öskruð að Sharon

Harðlínuþingmenn kölluðu ókvæðisorð að honum og þingmenn samþykktu ályktun þar sem þeir höfnuðu málflutningi hans en Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hélt fast í þá stefnu sína að rýma byggðir landtökumanna á Gaza áður en ár er liðið. Sharon sætti mikilli gagnrýni á setningardegi ísraelska þingsins í gær en stjórn hans hélt þó velli þegar tvær vantrauststillögur á hana voru bornar fram í þinginu. Sharon sagðist ætla að leggja tillögu sína um brotthvarf frá Gaza fyrir þingið til samþykktar 25. október og frumvarp um bætur til handa landtökumönnum eftir það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×