Erlent

12 ára stelpa drepur mömmu sína

12 ára gömul stúlka í Texas í Bandaríkjunum skaut í gær móður sína vegna útivistarbanns, með þeim afleiðingum að móðirin lét lífið. Stúlkan lét til skarar skríða þegar móðir hennar hafði lagst til hvílu og skaut hana í höfuðið með skammbyssu. Lögregla komst ekki á snoðir um málið fyrr en degi síðar, þegar bróðir stelpunnar kom að móður sinni látinni. Stúlkan hefur verið ákærð fyrir morð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×